Miðvikudagur 11. ágúst 2010 - Margt í rugli

Dóttirin er alveg orðin rugluð í tölustöfunum ... "sjöumálið" tók á sig nýjar víddir í dag þegar allar tölur frá 1 og upp í 10 voru "sjö", nema 7 sem var "átta"?!?!  Samkvæmt þessu á hún afmæli 8. júní. 

Já, og úr því að minnst er á afmæli.  Mér var tilkynnt þegar við mættum á leikskólann í morgun að halda ætti upp á afmæli Guddunnar af því að það hefðu allir verið í sumarfríi þegar hún átti afmæli.  Nú?!?, sagði ég.  Þá var eins og eitthvað hrykki í gang í höfði leikskólastjórans ... já, nei ... það var búið að halda upp á afmælið hennar.  Umhmmm, sagði ég ... en það má vel halda upp á það aftur, bætti ég við.  Nei, nei, það verður ekki gert ...

Mér þótti leiðinlegt að hafa af dóttur minni aukaafmælið ...

Í gær var keyptur hjólahjálmur á stubbinn.  Hvort hann passar er óvíst enn, því fröken hátign hefur ekki gefið leyfi að hjálmurinn sé settur á höfuð hennar.
Það er hætt við að mikið þurfi að ganga á áður en bleika derhúfan víkur fyrir skræpóttum hjólahjálminum.


Hér er Syd einmitt með bleiku derhúfuna.

Dórubað er mjög vinsælt um þessar mundir.  Dórubað er í daglegu tali kallað freyðibað en vegna þess að brúsinn, sem inniheldur freyðisápuna, er með mynd af hinni dásamlegu Dóru landkönnuði, fær baðið þetta nafn.

Svo gengur ágætlega að læra stafrófið.  Í nokkrar vikur hef ég verið að kenna henni bókstafina með því að nota bókina "Allting runt omkring" eftir Richard Scarry. 
Nú er svo komið að hún þekkir allflesta stafina með nafni ... þ.e.a.s. hástafina.  Það er helst G-ið sem hún ruglast á.

Hún er sum sé í tómu rugli bæði með bókstafinn sinn og afmælisdaginn sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband