Miðvikudagur 9. júní 2010 - Hitasveiflur

Þetta er búið að vera afskaplega fínn dagur hér í Uppsala.

Töluverðu komið í verk, veðrið gott og allir hressir.

Nýnæmi dagsins í dag var að athuga hvort hægt væri að láta sig renna á hjólinu frá útidyrunum á húsinu okkar og út í búð, án þess að þurfa að stíga hjólið.

Þess má geta að búðin er í 500 metra fjarlægð.

Við Lauga reyndum tvær mismunandi leiðir.  Niðurstaðan var sú að við gátum ekki látið okkur renna á hjólunum út í búð.  Fyrri leiðin var einfaldlega ekki nógu mikið niðri í móti, en síðari leiðinni lofaði góðu uns við urðum að snarhemla þar sem einhverjir apakettir gengu í veg fyrir okkur. 

Þetta var mjög athyglisverð tilraun.

---

Bara svona til að halda upplýsingunum til haga má nefna að við tveggja ára aldur hefur Guddan upplifað að vera úti í 37°C í Sydney þann 31. október 2008 og í -25°C frosti í Uppsala þann 6. janúar 2010 og 22. febrúar 2010.

Það gerir 62°C hitasveiflu.


Syd fær vatn að drekka á heitasta degi ársins 2008 í Sydney - 31. október 2008.

 
Það er vel við hæfi að fá sér ís, þegar gaddurinn úti er -25°C -
6. janúar 2010.

Því má bæta við að GHPL hefur náttúrulega upplifað enn meiri hita en var í Sydney þennan októberdag, því meðan á meðgöngu stóð, nánar tiltekið þann 16. mars 2008, vorum við Lauga stödd formúla eitt kappakstri í Melbourne í 38°C.

Veit samt ekki hvort það telst með. 


Lauga fær sér frískandi úða í Melbourne ... í 38°C hita. 

Þrátt fyrir að vera talsvert eldri, hafa foreldrar dótturinnar ekki upplifað mikið meiri hitasveiflu.  Hvorugt okkar hefur upplifað meira frost en var í janúar og febrúar sl. hér í Uppsala, þ.e. -25°C.  Það er viðbjóðslega kalt!

Hinsvegar upplifðum við mesta hita ævi okkar í Baker í Kaliforníu í lok júlí 2003.  Í Baker er að finna stærsta hitamæli í heimi og sýndi hann 108°F eða 42°C þennan ágæta dag fyrir tæpum sjö árum.

Okkur er minnisstætt þegar við keyptum okkur ís í Baker.  Aldrei á ævinni höfum við borðað ís jafn hratt, og hef ég aldrei séð ís bráðna jafn hratt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bobbi.

Viltu biðja Laugu að kíkja á fjésbókarpóstinn sinn og svara.........?

Takk takk, kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband