Föstudagur 4. júní 2010 - Að hugsa út fyrir boxið

Í dag er allt gott og blessað hér í Uppsala.

Þó auðvitað sé það ekkert fyndið að svifryksmengun mælist næstum 30-falt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík og 60-falt yfir heilsuverndarmörk á Hellu, þá er nú ekki annað hægt að glotta út í annað.

Sólarhring áður voru heimsbyggðinni send þau skilaboð að á Íslandi væru eftirmálar eldgossins í Eyjafjallajökli engir.

Í kvöld berast svo fréttir að aftur sé farið að hrikta í jöklinum ... 

---

Jón Gnarr er orðinn borgarstjóri!  Fróðlegt að sjá hvernig honum mun reiða af.  Persónulega hef ég fulla trú á Jóni og Besta flokknum.  Tel að inn geti komið nýjar og frumlegar nálganir.

T.d. er vefurinn www.betrireykjavik.is frábært framtak.  Þar er hugmyndaflug borgarbúa virkjað og þar má sjá að oft geta litlar hugmyndir fengið byr undir báða vængi.
Vinsælasta hugmyndin núna er að opnuð sé vefsíða þar sem íbúar geta beðið um viðgerðir í hverfinu.  Góð hugmynd það og ætti að vera viðráðanleg, ef beiðnir fólk eru ekki þeim mun stórkallalegri.

---

Eins og ég segi tel ég að Besti flokkurinn og Jón Gnarr séu frumlegt afl ... og það er ekki á hvers manns færi að vera frumlegur.

Ég tek sjálfan mig sem dæmi.  Eins og áður hefur komið fram hef ég ákveðið að í einn mánuð, skuli ég gera eitthvað á hverjum degi sem ég hef aldrei áður.

Auðvitað má taka svona áskorun og poppa hana upp með líta svo á að allt sem maður gerir þann daginn sé eitthvað sem maður hafi aldrei gert áður.  Það er vissulega rétt.  T.d. hef ég aldrei skrifað áður blogg á föstudeginum 4. júní 2010.

Í mínum huga þessi nálgun marklaus ... því þegar öllu er á botninn hvolft hef ég skrifað nokkur hundruð blogg, svona svo dæmi sé tekið.

Áskorunin felst í því að láta sér detta eitthvað algjörlega nýtt í hug.  Gjörningurinn þarf ekki að vera nein flugeldasýning eða eitthvað rosalega fyndið.  Ekki þarf hann að kosta neitt ... hann þarf bara að vera eitthvað nýtt.

Staðreyndin er hinsvegar sú að eftir 12 daga er orðið alveg svakalega erfitt að finna eitthvað nýtt að gera.
Það eru grilljón hlutir sem ég hef aldrei gert ... en samt klóra ég mér í hausnum á hverjum degi yfir því hvað í ósköpunum ég eigi eiginlega að gera.

Og ég er hreint ekki ánægður með þennan ömurlega skort á hugmyndum.  Mér finnst hann alveg svakalega leiðinlegur og satt að segja kemur hann mér á óvart.

Ég hélt að ég væri hugmyndaríkur og frumlegur en er það klárlega ekki.  Sú staðreynd er því algjörlega ný vitneskja fyrir mig.  Þess vegna finnst mér gaman að fást við þessa áskorun.

Hún neyðir mig til að hugsa út fyrir boxið ... og það er þroskandi ...

---

Þessir gjörningar mínir á hverjum degi snúast því ekki um að reyna að vera eitthvað sniðugur.

Þeir snúast einfaldlega um það að reyna á heilann og upplifa eitthvað nýtt.

---

Svo má nefna það að í kvöld ákvað ég að drekka vatn úr kókdós.  Ég hef oft drukkið vatn úr kókflösku en kókdósin gegnir öðru máli.

Og hvernig er að drekka vatn úr kókdós?  Upplifun mín var sambærileg við það að fá soðinn fisk og hamsatólg þegar búið er að lofa lambi og bearnaise.

---

Eitt í viðbót þessu tengt ... við þrenningin skruppum á Subway í kvöld.  

Við Lauga áttuðum okkur á því að við pöntum okkur alltaf "Bræðing".  Alltaf það sama ... þvílíkt hugmyndaflug!!

Við ákváðum að breyta til.  Í báðum tilfellum var sá bátur, sem hvort okkar valdi, betri en "Bræðingurinn".

Hvað er maður að spá?!?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvað er maður að spá... ég er nú samt voða dugleg við að panta ekki alltaf það sama. En þetta er brilli að reyna að hugsa aðeins út fyrir boxið.

Hér koma hugmyndir prófaðu að snúa öfugt í rúminu næst þegar þú ferð að sofa.... sofðu með ljósið kveikt...borðaðu kjötið eða fiskinn með skeið...farðu á táslunum út í búð...borðaðu pizzuna á hvolfi ( þannig að hún snúi öfugt)...eða byrjaðu að borða hana frá öfugum enda...skrældu epli og borðaðu bara börkinn en hentu eplinu...staflaðu upp bókum þannig að þær verði hærri en þú og taktu mynd...farðu út í náttúruna og tíndu fimm mismunandi plöntutegundir og settu í vasa...þetta eru nokkarar hugmyndir, má vera að þú sért búinn að prufa eitthvað af þeim en hérna eru þær engu að síður. Ég er viss um að mér dettur eitthvað í hug næstu daga og þá sendi ég þér þær hugmyndir :) 

kv. Þ

Þóra (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Þetta eru glæsilegar hugmyndir ... ;)

"Reglurnar" eru hinsvegar þannig að ég verð sjálfur að eiga hugmyndirnar ;) ... en ég skora á þig að prófa að gera þetta sem þú nefnir. Prófa og tékka hvernig upplifunin var.

Páll Jakob Líndal, 6.6.2010 kl. 23:07

3 identicon

Æ ansans vesen ég sem hélt að ég væri að gera góðverk :)Já kannski prufa ég þetta bara :)

Þóra (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband