Miðvikudagur 2. júní 2010

Ég komst að því í kvöld að ég hef aldrei tekið hýðið utan af banana með hnífapörum og sömuleiðis borðað banana með hníf og gafli.  Ég ákvað því að það yrði nýnæmi dagsins í dag.

Og hver var niðurstaðan?  Það er auðveldara að taka hýðið utan af banananum með berum höndum en að nota hnífapör til verksins. 

---

Og hvað er búið að gerast þennan dásamlega dag?  
Ég ætla að nefna sex atriði sem hafa risið hvað hæst í amstri dagsins.  Röð þeirra segir ekki til um mikilvægi þeirra.

1. Hitastig utandyra fór hæst í 23°C milli kl. 16 og 18.  Lægst var hitastigið 4°C um klukkan 4 í nótt. 

2. Æslagangur á leikvellinum í kaffitímanum ásamt Syd og Laugu.

3. Tillögur varðandi aðalskipulagið á Djúpavogi sem ég sendi til Andrésar oddvita.

4. Rökstuðningur, sem ég setti saman, fyrir ákveðinni aðferðafræði sem ég ætla að nota í rannsókninni minni.  Þarfnast þó meiri pælinga, en það sem komið er, er gott.

5. Kókið og súkkulaðið í kvöld.

6. Rifrildi framsóknarmanna í Reykjavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband