Sunnudagur 11. apríl 2010 - Að mála er gaman

Fínn dagur í dag ...

... sem reyndar lauk með því að ég ýfði aðeins upp tognunina frá því síðustu helgi með því að fara í fótbolta í kvöld.  Alveg í blálokin tókst mér að teygja fótinn aðeins meira en æskilegt var og ballið var búið á svipstundu ...

... nú er bara að kæla stöffið niður og gera sig kláran fyrir næsta sunnudag ...

Fékk að vita í kvöld að ef maður stendur við vinnuna í stað þess að sitja, þá geti það gert kraftaverk ... ég ætla að spá í að gera eitthvað í því.

---

Eyddi seinnipartinum í að mála ... tókst ekki að ljúka við stórvirkið, en það sem komið er líst mér bara ágætlega á ... þetta er 4. akrýlmyndin sem ég geri hér í Uppsala og sú 6. á ævinni ...


Hér er myndin ... efri hluti myndarinnar er nokkuð langt kominn en sá neðri
er bara rétt nýhafinn.  Stefnan er að mála vatn eða vatnsfall þar sem þetta
bláa er, en vandinn er að ég hef ekki hugmynd um hvernig maður málar slíkt.
En ég mun finna út úr því ...

... það er reyndar alveg þrælgaman að mála, hvort sem það eru akrýllitir eða vatnslitir ...

---

Í morgun fengum við Lauga fólk heimsókn ... það var Matilda samstarfskona Laugu á sjúkrahúsinu og hennar slekti sem hingað mætti og úr varð ágætis fagnaður.

---

Fyrsti alvöru vordagurinn í dag ... vor í lofti hér í Uppsala  og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt á morgun.

Tja ... hvað getur maður sagt?!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband