Fimmtudagur 4. mars 2010 - Bullið og ruglið er ógurlegt

Ég er pólitískt afstyrmi ...

... styð engan flokk sérstaklega, heldur reyni að fókusera meira á málefnin og fólkið.

Annars er erfitt að átta sig á íslenskri pólitík yfir höfuð ... því mér finnst hún ósköp mikill sandkassaleikur oft á tíðum.  Bullið og ruglið alveg ógurlegt!
Þess vegna nenni ég yfirleitt ekki að vera að tjá mig um þetta hérna á blogginu ... það er nú nóg af spekingunum samt ... ;)

En ég get þó ekki stillt mig í kvöld, eftir að ég rakst á nýjasta bullið, sem er eitthvert mesta bull sem ég hef heyrt lengi.  Það er frétt á Vísi.is, þar sem segir að pólitískt líf Steingríms Sigfússonar sé í hættu ef ekki náist samningar um IceSave fyrir helgi.  Það er fyrst og fremst í hættu vegna þess að Steingrímur hefur lagt mikið undir í að leysa málið ...

... er ekki ágætt að einhver er tilbúinn að leggja mikið undir í að þetta mál leysist?  Persónulega myndi ég ekki nenna því ...

En rifjum aðeins upp fólk sem situr á Alþingi, fólk sem ætti allt saman að vera búið að yfirgefa salinn fyrir löngu ...

... þar situr t.d. hin margfræga "kúlulánadrottning" Íslands, sem jafnframt er varaformaður stærsta stjórnmálaflokksins, sem vildi senda erlenda sérfræðinga í endurmenntun og vildi hafa allt uppi á borðum ...
... þar situr fiskverkandi af Snæfellsnesinu sem braut lög og virðist ætla að komast upp með það ...
... þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins sem er flæktur inn í eitt mesta fjármálahneyskli sem upp hefur komið á Íslandi, enn sem komið er,
... þar situr fyrrverandi stjórnmaður í Sjóði 9 hjá Íslandsbanka, eins glæsilega og sá sjóður endaði líf sitt ...
... þar situr inni fyrrverandi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og forstjóri sem grunaður er um milljóna svindl ...
... þar situr fyrrum ráðherra hrunstjórnar herra Einar K. Guðfinnsson og kvartar mikið ...
... þar situr spekingurinn sem kosinn var formaður samtaka andstæðinga ESB, sem þykist vera rosalega mikið á móti IceSave-lögunum en gaf þeim samt atkvæði sitt þann 30. desember sl., til þess eins að geta verið svo á móti þeim eftir á ...
... þar sitja svo hinir ýmsu þingmenn sem þáðu háa styrki fá einkafyrirtækjum í góðærinu ...

Svo eru menn að tala um að pólitískt líf Steingríms hangi á bláþræði, fyrir það eitt að vera burðarásinn í sjálfsagt einu erfiðasta verkefni sem rekið hefur á fjörur íslenskra stjórnmála og að vinna baki brotnu að því að koma Íslandi út úr kreppunni ógurlegu.

... og ég spyr líka ...
... hver ætti þá að taka við af Steingrími?

---

Nóg um þetta ...

Allt í góðu hér í Uppsala ... dagurinn hefur liðið við skrif.

Já, nei, það er kannski ekki allt í góðu, því spúsan varð fyrir óhappi í fyrradag, þegar hún hjólaði á glugga á veitingahúsi.  Lenti á klakastykki þegar hún var að hjóla úr vinnunni, fór á gluggann og mátti þakka fyrir að brjóta ekki rúðuna, að eigin sögn.
Við þetta óhapp lenti hún með rófubeinið á "stönginni" á hjólinu og hefur bara verið að kálast í því síðan ... getur illa setið og þetta er bara ekkert að batna ...

Að öðru leyti er allt í góðu ;) .

*******************************
12. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Hljóp 6.2 km

Ætla að hlaupa aftur á morgun
*****************************

********
11. dagur í ekki-kók-drykkju

Var næstum því búinn að fá mér kók um miðjan daginn ... en stóðst freistinguna ;)
**********


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband