Þriðjudagur 2. mars 2010

Ég hlustaði á viðtalið við Þráin Bertelson, sem var á Bylgjunni í morgun.  Hreint magnað viðtal ... :)

Ég hugsa að hann hefði vel getað lyft þessari listamannalaunaumræðu upp á hærra plan ef hann hefði ekki farið að kalla fólk fábjána.  Mér fannst heilmikið vit í því sem hann var að segja og satt best að segja skil ég ekki af hverju fólk hefur eitthvað á móti því að listamenn hljóti styrki til að geta unnið vinnuna sína.

Það vita það allir sem vilja vita að starf listamanns er í eðli sínu frábrugðið hefðbundnari störfum.
Í gegnum tíðina hefur það falið í sér ögn meiri óvissu að helga sér listum og menningu, heldur en t.d. að vera gjaldkeri í banka. 
Fæstir þeir sem reyna, ná einhverjum árangri sem telur en oft getur það tekið langan tíma fyrir listamann og aðra að átta sig á hvort hæfileikarnir séu nægir til að færsla verði úr efnilega flokknum yfir í þann góða og úr þeim góða í þann mjög góða, jafnvel frábæra.  
Þar af leiðandi getur biðin eftir tekjum og fjárhagslegu öryggi orðið ansi löng og mögulegt er að listamanni takist aldrei að komast á verðugan stall nema púkkað sé undir hann tímabundið.

Það sama gildir með íþróttamenn.  Það er ekkert leyndarmál að fjölmargir íþróttamenn hafa verið styrktir af ríkinu til að geta sinnt íþrótt sinni af kappi og er það vel. 

Flestir hljóta að vera sammála um það að menning og listir skipta samfélagið máli, þetta er hornsteinn samfélagsins, eins og Þráinn benti réttilega á í viðtalinu ... og því er sjálfsagt að styðja við bakið á þeim sem hvað efnilegastir og bestir þykja.

---

Um heiðurslaun Þráins er það að segja að mér finnst umræðunni algjörlega hafa verið snúið á hvolf. 

Mörgum finnst að honum beri skylda til að afsala sér þeim, vegna þess að hann er þingmaður.
Ég myndi frekar segja að það hefði verið stórmannlegt af Þráni að afsala sér laununum, en hinsvegar ber honum engin einasta skylda til þess.

Hann var búinn að vinna til þessara heiðurslauna áður en hann settist inn á Alþingi ...  

En það má svo spá í það hvort heiðurslaun listamanna séu eitthvað sem á rétt á sér.  Ef svo er fyndist mér að vel mætti athuga að taka upp heiðursverðlaun annarra starfsgreina, t.d. heilbrigðisstarfsmanna og kennara, svona til að nefna eitthvað.

---

Þriðja dægurmálið sem ég ætla að fjalla um í dag er Edduverðlaunahátíðin. 

Las það í DV í dag að Baltasar Kormákur hefði verið kynnir á þessari hátíð og hann hefði hraunað yfir Kolbrúnu Bergþórsdóttur fyrir að viðra þá skoðun að hún væri fegin að RÚV sýndi ekki beint frá herlegheitunum.

Baltasar fannst sú skoðun alveg fáránleg ...

Ég verð nú bara að segja að mér finnst skoðun Baltasars algjörleg fáránleg ... af hverju er það eitthvað svo sjálfsagt að RÚV sýni beint frá þessari hátíð?
Væri ekki nóg að það væri sýnt frá því þegar lýst væri kjöri bestu leikarana, svo væri stutt viðtal við þá og svo búið?  Bara svona eins og gert er þegar Íþróttamaður ársins er valinn.

************************************
10. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Hljóp 3.2 km

Fer aftur út að hlaupa á morgun.
*********************************
**********
9. dagur í ekki-kók-drykkju

Upprúllun
************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband