Mánudagsmetall XIII - Byrjað að mála ...

Ég hef sjaldan komið sjálfum mér jafnmikið á óvart og þegar ég ákvað fyrir nokkrum árum, þ.e. vorið 2006, að prófa að teikna. Þá vorum við Lauga í ferð sem við gáfum heitið "Skandinavian rejsetur" og samanstóð af heimsóknum til vina og ættingja í Noregi, Svíþjóð og Danmörk.  Alveg hreint frábær ferð ...

... en já ... ég sum sé ákvað að taka með mér skrifblokk og penna og byrjaði svo að teikna í Ósló. 

Og viti menn, myndin varð bara þrælgóð ... miðað við það að teiknarinn hafði nánast aldrei teiknað áður.

Reyndar ætlaði ég að skanna inn fyrstu myndina sem ég teiknaði, en ég finn hana ekki í augnablikinu, þannig að ég set hana bara inn á morgun.

Svo teiknaði ég aðra í Svíþjóð og hún var bara ágæt líka ...

Því næst lagði ég pennanum og hef ekki snert hann síðan.

---

Þegar ég var staddur í Austurríki haustið 2006, ákvað ég svo að prófa að mála og gekk það alveg sæmilega ... miðað við að hafa ekki snert á pensli síðan í myndmennt hjá Ernu Guðmundsdóttur í Austurbæjarskóla fyrir 100 árum eða svo.

---

En síðan þessir tveir gjörningar mínir áttu sér stað hefur hún elskulega spúsa mín ekki látið mig í friði með þetta.
"Af hverju ferð þú ekki að mála?"
"Af hverju teiknar þú ekki meira?"
"Viltu ekki mála eða teikna?  Nennirðu því ekki?"

---

Þá kemur maður aftur að þessu andskotans bulli með að þykjast aldrei hafa tíma, verða að vinna, drífa sig áfram ... og allt það ...
Þannig að svar mitt er: "Jú, jú, ég hef mikinn áhuga á því að mála og teikna.  Ég hef bara ekki tíma."

Lauga sagði við mig í síðustu viku: "Ok, nú fer ég og kaupi handa þér akrýlliti, pensla og blokk og þú byrjar að mála!!  Ef röddin inni í höfðinu á þér segir að þú verðir að vinna, þá segir þú bara "nei" við hana og neyðir þig til að standa upp frá tölvunni og ferð að mála."

Málning, penslar og blokk komu í hús á föstudaginn. 
Í kvöld tjakkaði ég mig frá tölvunni með herkjum.  Ég settist niður í eldhúsinu og byrjaði að mála.  Lauga settist hjá mér og las á meðan.

Þetta varð niðurstaðan:

 

"Þetta er nú ekkert ósvipað myndunum eftir Paul Stanley", sagði Lauga í lok kvöldsins.  Það gæti verið eitthvað til í því ... en það er þá algjör tilviljun ...

**********************************
2. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Frí

Á morgun fer ég út að hlaupa eða í ræktina ... ræðst af hitastigi
*********************************
*******
1. dagur í ekki-kók-drykkju (2. tilraun)

Léttara en allt!
*******


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

verð nú bara að  viðurkenna það að þetta er nokkuð ´góð mynd hjá þér þó að hún gæti verið eftir 5 year old

ég get samt alveg sagt þér að ég gæti þetta ekki muhahahah!!!

Þóra (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Eftir 5 ára!!!!

Hvað meinarðu?!? :D

Ég skora á þig að láta á það reyna hvort þú getur þetta eða ekki ;) .

Páll Jakob Líndal, 24.2.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband