Sunnudagur 21. febrúar 2010

Fínn sunnudagur hér í Uppsala ... nema hvað hitastigið hér er alveg með ólíkindum ... kringum -20°C.  Það er nú svona á mörkunum að maður nenni að vera úti í þessu bölvaða gaddi ...

Skruppum samt út og á kaffihús síðdegis ... til að gera okkur ofurlítinn dagamun ... það var hreint alveg ljómandi gott.

---

Annars er ég núna að útbúa fyrirlestrahrinu sem verður haldin á Íslandi um miðjan næsta mánuð ... fínt mál það.  Var því að lesa og skrifa mestan hluta dagsins ...

---

Ekki er nú hægt að segja að dóttirin hafi verið í miklu stuði í dag ... reyndar fannst henni ógurlega gaman að geta hlaupið um í Gränby Centrum, þar sem við fórum á kaffihúsið ... en bæði fyrir og eftir þá ferð var hún hrein alveg ómöguleg og allt hreint ómögulegt ...

*********************************
1. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

90 mínútna fótbolti ... bara gaman!!
*********************************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega ertu duglegur að blogga!  Skemmtilegar pælingar með núið... Ég er einmitt mikið að pæla í því sama.  Ég hef verið að stunda Alexander tækni síðustu ár og í þeim tímum lærir maður þetta svolítið.  Það er líka talað um að stoppa í Alexander tækninni og mér þykir það virka vel.  Þá stoppar maður bara í smá stund milli verka.  Td. þegar ég er að æfa eða læra við píanóið þá stoppa ég bara og hugsa ekkert sérstakt og geri ekkert en sit bara eða stend og tek eftir líkamanum og umhverfinu. 

Dagrún (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Frábært að heyra að það sé einhver annar að pæla í þessum hlutum en ég ... við erum algjörlega á sömu línunni með þetta :) , sem er náttúrulega alveg megakúl!

Páll Jakob Líndal, 22.2.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband