Sunnudagur 14. febrúar 2010

Ég bara steingleymdi að blogga í gær ... veit ekki hvað henti eiginlega.  Var þess í stað að horfa á 5000 m skautahlaup karla á Ólympíuleikunum í Vancouver ... ekki það mest spennandi í heiminum.

En að gleyma að blogga var synd því dagurinn í gær var fullur af alls kyns uppákomum, sem ég því miður nenni ekki að skrifa um núna ...

---

Skítt með það!

Dagurinn í dag var hinsvegar með hefðbundnara sniði ... þar ég var að vinna bróðurpartinn úr deginum, en þegar ég var ekki að vinna var ég að tala við Laugu ...

Hvorttveggja ágætt ... svo vorum við ekkert að spá í hvort það væri einhver Valentíusardagur í dag ... ég veit satt að segja ekki hvort er hallærislegra að muna eftir deginum eða gleyma honum ... þannig að það er úr dálítið vöndu að ráða.

Samt hallast ég að því að hið seinna sé hallærislegra.  Mér finnst gaman að gera mér dagamun og mér finnst ágætt að hafa svona daga.  Ekki svo að skilja að maður eigi að muna eftir elskunni sinni einn dag og gleyma henni svo hina 364 daga ársins ... maður á að muna eftir, þakka fyrir og virða elskuna sína alla daga og allar nætur ... og getur maður gert eitthvað sérstakt einu sinni á ári.

Þetta svipað og með jólin ... mér finnst að maður eigi að hugsa um náungann og kærleikann alla daga ársins, en svo um jólin þá á maður frátekna stund í almanakinu, þar sem hægt er að vera "extra" eitthvað.

Þetta eru "vísindi" sem ég er nýlega búinn að átta mig á.  Það er miklu skemmtilegra að gera sér dagamun, heldur en að vera með þetta "ætla-sko-ekkert-að-láta-einhverja-Ameríkana-segja-mér-fyrir-verkum"-attitjúd.
Það er svo grautfúlt ... maður er einhvern veginn svo rosalega púkó, þegar maður er með þetta "attitjúd".

Jæja, þá held ég að ég sé um það bil búinn að fara heilan hring í skoðunum mínum á Valentíusardegi og frændum hans ... og best að slá bara botninn í þetta, áður en ruglið verður meira ...

---

Dóttirin var klippt í baði í kvöld ... og líkaði svona sæmilega ... var samt voða sæt á eftir ...

Klippt í baði by you.

********************************
39. dagur í líkamsrækt árið 2010

Fótbolti í 80 mínútur

Fer sennilega að skokka á morgun ...
*********************************

********************************
38. dagur í líkamsrækt árið 2010

5 km hlaup
*******************************

*******
14. dagur í ekki-kók-drykkju

Léttasta áskorun í heimi.
*******

*******
13. dagur í ekki-kók-drykkju

Eins og að drekka vatn.
******

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband