Miðvikudagur 10. febrúar 2010 - Að vera í "núinu"

Ég hef verið síðustu daga og vikur verið að stúdera það að vera í "nú-inu".
Verðugt viðfangsefni ...

... og ótrúlegir hlutir sem eiga sér stað ...

Meginhugmyndin er einföld ... og hún er svona ...

Lyfta sér upp úr hringiðu eigin hugsanaflæðis og horfa þess í stað á hugsanirnar sem þjóta um kollinn á manni endalaust.  Bara svona eins og þegar maður er í bíó.
Og aðalatriðið í þessari vinnu er að horfa á "bíóið" án þess að taka eina einustu afstöðu til þess sem fyrir augun ber og hafa engar væntingar um hvað muni gerast. 

Þegar þetta heppnast, þá kyrrist hugurinn og ró færist yfir mann. Í kjölfarið taka alls konar hlutir að gerast ... hlutir sem geta ekki átt sér stað á öðrum tímum einmitt vegna hinnar eilífu hringiðu hugsana, sem trufla daginn út og inn og rýra lífsgæðin.

Í gærkvöldi þegar ég var að hlaupa, var ég að vinna með þessa pælingu og tókst nokkrum sinnum að komast nærri "núinu" með því að fylgjast gaumgæfilega með önduninni hjá mér ... en að fylgjast með önduninni hefur lengi verið talin góð aðferð til að kyrra hugann ...

... ég, sumsé fylgdist bara með önduninni en hafði enga skoðun á henni og engar væntingar voru í gangi.  Þegar þessi hugsunarháttur náði í gegn, fann ég hvernig fjölmargir vöðvar í hálsinum á mér slökknuðu, ég er hér að tala um vöðva sem ég hafði ekki fundið fyrir að væru neitt stífir.  Sem afleiðing af vöðvaslökuninni, víkkaði öndunarvegurinn töluvert, sem gerði hlaupið miklu, miklu auðveldara.

Það athyglisverða var að þegar ég svo reyndi að slaka á þessum sömu vöðvum með hugsunina að vopni, þ.e. ég hugsaði "slaka á hálsinum, slaka á hálsinum, slaka á hálsinum", var það ekki möguleiki.  Ég náði að slaka niður að ákveðnu marki en svo ekki söguna meir.

Mér fannst þetta stórmerkilegt ... og hugsanlega gæti þetta verið skýring á fjölmörgum hlutum, sem hafa átt sér stað á minni ævi ...

Best að vera ekki að ræða meira um þetta í bili ...

*********************************
35. dagur í líkamsrækt árið 2010

Fór og hljóp 4 km ... og stúderaði öndunina og "núið"

Á morgun hugsa ég að ég haldi áfram að hlaupa og stúdera. 
*********************************

*********
10. dagur í ekki-kók-drykkju

Fann aðeins fyrir löngun í kók í dag ... þannig að líklega er best að halda áskoruninni áfram
*********


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband