Sunnudagur 31. janúar 2010 - Janúaruppgjör

Jæja, þá er þjóðin búin að fá brons ... góður árangur það ...

---

Í dag hef ég hef beint sjónum mínum að sýndarveruleikanum, sem ég er að vinna að ... gengur svona alveg ágætlega að koma því verkefni áfram en óhætt er að segja að betur megi ef duga skal.  En allt mjakast þetta þó í rétta átt.

---

***********************************
25. dagur í líkamsrækt árið 2010

Hlaupnir 4.3 km í morgun og 90 mín fótbolti í kvöld

Iljar og hásinar eru ekki að gera sig þessa dagana.  Sennilega afleiðing af of mikilli kókdrykkju.

Skreppa í ræktina á morgun - fara í einhvern aerobic-tíma
********************************** 

Annars ætla ég að taka saman líkamsræktina mína þennan mánuðinn.

Törnin hófst þann 7. janúar, þannig að um er að ræða 25 daga og niðurstaðan er þessi:

- Hlaupnir 30 km í 9 hollum.
- Farið í ræktina 5 sinnum.
- Fótbolti 4 sinnum eða í 5 klst og 40 mínútur.
- Taekwondo 3 sinnum eða í 5 klst og 30 mínútur.
- Hjólreiðar í 3 klst.
- Frídagar 5 dagar.

Nú er þessi líkamsrækt komin á gott skrið.  Næsta mál að taka fyrir en þessi blessaða kókneysla sem er alveg að drepa mig, eða í það minnsta stendur hún mér alvarlega fyrir þrifum varðandi hreyfinguna.  Til dæmis í dag voru verkir í iljum og hásinum gjörsamlega að gera útaf við mig bæði á hlaupunum og í fótboltanum, og eins og ég hef áður sagt á þessari bloggsíðu eru tengsl milli þessara verkja og kókneyslu ... svo undarlegt sem það kann nú að hljóma.

Aðeins verður drukkið kók einu sinni í viku. 
Í einhverju brillaríi í gær, ákvað ég að kaupa sex dósir af kók ... fjórar af þeim standa óhreyfðar í ísskápnum ... og verða ekki drukknar fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband