Laugardagur 30. janúar 2010

Afar rólegur dagur í dag ...

... hafði mig þó í að horfa á leikinn, eins og meirihluti íslensku þjóðarinnar hefur eflaust gert.

Í kvöld fórum við svo í Gränby Centrum, skruppum á kaffihús, keyptum nýja hlaupaskó á mig og keyptum slatta í matinn ...

---

Síðustu vikur hef ég verið að vinna með sjálfan mig varðandi streitu. 

Eftir lestur nokkurra góðra bóka hef ég áttað mig á því að ég er nokkuð streittur náungi.  Þessi uppgötvun kom mér dálítið á óvart ... tja, í það minnsta hef ég sjálfur ekki áttað mig á því fyrr en nú ...

Það ástand sem ég hef mestan hluta lífs míns talið eðlilegt ástand er streituástand ... og birtist meðal annars í því að geta ekki slakað á.  Eða öllu heldur geta ekki slakað á með góðri samvisku ...

Þess vegna getur svona dagur eins og í dag, eins þversagnakennt og það kann nú að hljóma, verið alveg sérstaklega erfiður fyrir mig ... svona andlega erfiður.  Eða með öðrum orðum ... það að gera ekki neitt, finnst mér alveg hrikalega erfitt ...

Tilfinningin um að ég sé að svíkjast undan heltekur mig algjörlega ...
... og það sem ég er sífellt að átta mig betur á er, að sú tilfinning hefur ekkert með dugnað að gera.

Það að vilja alltaf vera að vinna, hefur ekkert með dugnað að gera ... það er niðurstaða mín. 

Það er nefnilega athyglisvert að síðustu vikur hef ég verið að skrá nákvæmlega niður hvað ég er að gera á daginn ... alveg upp á mínútu nánast ...

... og með því móti geri ég mér betur grein fyrir hversu mikill tími fer í raunverulega vinnu og hversu oft maður leyfir sér að svindla t.d. með því að tékka aðeins á mbl.is eða dv.is eða youtube.com eða kissonline.com o.s.frv.

Og niðurstaðan er sú að þetta internet-ráp sækir alveg rosalega hart að manni ... og "nettékk" er mun algengara en af er látið.  Með þessari skráningu víkur sannfæringin um mikið vinnuframlag fyrir sannleikanum um að þetta sama vinnuframlag sé oft stórlega ofmetið ... og mikill tími fari til spillis.

Hvert er ég að fara með þessum skrifum mínum?  Jú, punkturinn er sá að þessi þörf fyrir að vera sífellt að vinna, en vera svo ekkert að vinna, er flótti frá raunveruleikanum eða sannleikanum.
Með því að vinna eða þykjast vinna næ ég að flýja undan sjálfum mér, undan mínum eigin hugsunum ... hugsunum t.d. um hvort ég sé að lifa því lífi sem ég vil og hvort ég sé að gera það sem ég vil ... og af hverju er ég að gera það sem ég er að gera ... hugsunum sem krefjast heiðarlegra svara ...

... t.d. fékk ég þetta í pósti um daginn og hef pælt mikið í því: "Ef líf þitt í dag væri kvikmynd, myndi þér finnast spennandi að horfa á hana?  Ef ekki sestu þá niður og skrifaðu nýtt handrit."

Auðvitað vil ég lifa spennandi lífi ... hver vill það ekki?
En satt best að segja hef ég ekki getað svarað þessu ennþá ... hvað finnst mér spennandi líf?  Spennandi í hvaða skilningi?

Svör við þessum spurningum eru til ... ég hef bara ekki náð í þau, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki náð að komast inn að innsta kjarnanum í sjálfum mér, þar sem þau leynast.  Og vinnufíknin hjálpar ekki til í þeirri vinnu, því maður sem er á flótta undan því sem hann er að leita að mun líklega aldrei finna það sem hann leitar það ... það er lógískt ...

Þess vegna er mikilvægt að hætta að flýja ... "konfronta" bara sannleikann og vinna svo út frá þeirri niðurstöðu ... því fyrr því betra ...

Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef verið að pæla mikið í eigin streitu og hvernig ég á að takast á við hana. 

Dagurinn í dag var liður í þeirri vinnu ...

*****************************
24. dagur í líkamsrækt árið 2010

Sveikst undan

Í fyrramálið verður skokk (4 km) og fótbolti um kvöldið ... ætla að skrópa í taekwondo vegna þess að æfingin fer fram á sama tíma og Ísland er að keppa um bronsið ...
*****************************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband