Mánudagsmetall VII - 7. desember 2009

Jæja, þá er Guddan okkar orðin eins og hálfs árs ...

... óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá, þrátt fyrir að tíminn hafi liðið afskaplega hratt ...


Tiltölulega nýkomin í heiminn ... þann 7. júní 2008 ...


Sydney 1,5 ára þann 7. desember 2009 ... og ánægð með það!!

Og hvernig var svo afmælisdagurinn ...

- byrjað var á því að sofa út.  Vaknað kl. 9.

- borðaður hafragrautur og bók lesin.

- farið á leikskólann kl. 10.30, sem er náttúrulega ansi seint.

- komið aftur úr leikskólanum kl. 14.  Á spjaldi í leikskólanum er hægt að lesa hvað hvert barn gerði þann daginn í skólanum.  Í dag stóð á spjaldi afmælisbarnsins: "Kom seint!"

- borðuð kakósúpa og brauð.

- leikið sér í stofunni heima, hoppað í sófanum, hlaupið, grenjað, rifist, hlegið, lesið, leikið með dót og sitthvað fleira.

- farið út í búð og keypt í matinn.  Í þeirri ferð sýndi dóttirin að hún er orðin bæði stór og sterk, því hún var algjörlega eins og ljós.  Tók fullan þátt og hafði gaman af.

- kvöldmatur etinn.  Afmælisbarnið vildi fremur lítið ...

- leikið eftir kvöldmatinn og gætt sér á aukakvöldverði.

- heimtað að fara að sofa upp úr kl. 21.30.

---

Dóttirin sýnir á sér skemmtilegar hliðar ... nú er aðalmálið að gera "höfuð - herðar - hné og tær - hné og tær!".
Fleiri orð eru sífellt að bætast í orðaforðann, man samt ekki eftir neinu nýju núna í augnablikinu.

Hún harðneitar oftast nær að sitja í kerru, en að sitja í stólnum á reiðhjólinu er meira en í góðu lagi.

Hún er farin að geta gefið auðveldlega til kynna hvenær hún er þyrst og svöng.

Eltingaleikur er það allra skemmtilegasta sem hægt er að gera.

Hún getur hermt eftir ljóni, fíl og kú ... en kettir, hundar, hestar og hænur geta étið það sem úti frýs.

Doddi er enn í slíku uppáhaldi að ekkert, utan eltingaleiks, kemst nálægt því með tærnar þar sem hann hefur hælana.

Hún er algjörlega móðursjúk, í orðsins réttustu merkingu ... hegðun hennar er gjörólík með og án móðurinnar ... :D ... persónulega skil ég þetta ekki ... ?!? :D

---

En í einu orði sagt er hún frábær!!  Vafalaust besta barn í heimi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband