Laugardagsmilla 31. október 2009

Mér fannst síðasta færsla svo góð að ég ákvað að láta hana standa óáreitta lengur en lög gera ráð fyrir ...

Og hvað er þá að frétta?

Það nýjasta á þessum bænum er að dóttirin kýs frekar að éta matarleifar upp af gólfinu en að borða matinn sem henni er boðinn.

Í kvöld harðneitaði hún að borða dýrindis kjúkling ... frussaði honum út úr sér með tilþrifum.  Skömmu síðar var hún tekin úr stólnum.  Þá beygði sú stutta sig niður og seildist með lúkuna undir skápainnréttinguna og náði sér í grjótharðan brauðmola og stakk honum umsvifalaust upp í sig. 
Og þótti hann góður!!

Um daginn vildi hún ekki soðið egg sem henni var gefið.  Teygði sig þess í stað í eggjaskurnið og stakk því upp í sig.  Móðirin rétt náði herlegheitunum út úr blessuðu barninu áður en öllu var kyngt.

Þetta barn er hreinn snillingur :D ...

Þessa vikuna hefur GHPL sett föður sinn í algjöra frystingu ... gæti verið afleiðing af samverunni á leikskólanum í síðustu viku.  Samt tel ég nú að ég hafi ekkert orðið henni til skammar þar ...

En allavegana ... ef móðirin er heima virðir Sydney Houdini mig ekki viðlits, og fer bara að orga ef ég er eitthvað að atast í henni ...
Það er þó bót í máli að við erum góðir félagar á morgnana þegar ég undirbý hana fyrir skólavistina.  þá er hafragrautur borðaður með góðri lyst, hlegið og spjallað ...

Á öðrum tímum er ástandið eins og fyrr er lýst ...

---

Sjálfur hef ég verið að sinna ýmsum verkefnum í gær og í dag ... þar má nefna tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2009, sem ég vann í samstarfi við Andrés oddvita og Bryndísi ferðamálafulltrúa í Djúpavogshreppi, aðstoðaði Öbbu systur Laugu við ofurlítið erindi sem hún var að vinna að, auk þess að vinna í fyrirlestrinum mínum.  Eitthvað fleira smálegt var ég að gera sem ekki er nefnandi ...

---

Lauga hefur líka verið á kafi með sitt merkilega verkefni ... og það gengur vel ... og er alveg sérlega spennandi ...

Hér eru myndir af Guðrúnu Helgu, hinni einu sönnu ... teknar í fyrradag ...


Takið eftir hvað hárið er sérlega glæsilegt á þessari mynd!


"Þetta er nú alveg týpísk hún", sagði Lauga þegar hún sá þessa mynd ... og hún á kollgátuna.  Fyrir okkur foreldrana er þessi stelling mikið meira en kunnugleg ... :)


Hér er Guddan að undirbúa að hella niður mjólkinni úr málinu sem hún heldur á ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband