Gönguferðir, Midsommar og hjól

Jæja ... nú er heldur betur komið sumar hér í Svíþjóð ... það er meira svona Sydney-stemmning hér.  Skafheiður himinn og yfir 20°C hiti.  Reyndar sá ég í Mogganum í morgun að hitinn gæti farið yfir 20°C  heima á Fróni um helgina næstu.  En hér í Svíþjóð, þarf ekki að tala um veðrið í viðtengingarhætti ...

Annars er það jafnvel merkilegra að meðan ég skrifa þessa færslu, er dóttirin að ganga um gólf ein og óstudd. Göngulagið er nokkuð skrykkjótt og "óstabílt", en það eru búnar að vera ótrúlegar framfarir á mjög stuttum tíma.  Það má því segja að hér sé ritaður tímamótapistill á bloggið.

Hún nefnilega uppgötvaði á laugardaginn síðasta að hún getur gengið ein og óstudd ... eða ég ætti kannski að umorða þetta ... hún gleymdi því síðasta laugardag að hún kynni ekki að ganga ein og óstudd.

Auðvitað var þá drengur í spilinu ... já, dóttirin var að eltast við dreng, árinu eldri, á danspallinum í Disagarden í Gamla Uppsala á Midsommarfestivali ...

IMG_1141 by you.
Á eftir drengnum á danspallinum ...
Sydney chasing a boy on the "dance floor" at midsummerfestival in Gamla Uppsala

Á Midsommarfestivali by you.
Með vinum á Midsommarfestivalinu
Sydney with friends at midsummerfestval in Gamla Uppsala

Annars má nefna það líka að slegið var í ný hjól um helgina.  Eftir að hafa þurft að ganga í klukkutíma til að komast á Midsommarfestivalið, og komast svo að því að festivalið var búið, loksins þegar við mættum, ákváðum við að nú væri nóg komið.  Við fórum í Biltema á sunnudeginum og fórum út úr búðinni með tvö hjól.
Sydney Houdini hefur svo fengið sitt sæti á öðru hjólinu.

IMG_1163 by you.
Mæðgurnar á nýja hjólinu
Lauga & Syd riding a new bike

En nú er ungfrúin litla farin að vilja talsvert upp á dekk og því ekki hægt að skrifa mikið meira að svo stöddu ...

En GHPL vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: "otcf uuihgzxaasy7e21deteewta775rer<", ásamt óskum um að myndin hér fyrir neðan verði birt á blogginu.

IMG_1114 by you.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæta sæta Guðrún Helga.

Bestu kveðjur frá Andreu og Helenu og foreldrum.

Linda Margrét Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband