Að ná árangri

"Munurinn milli þeirra sem ná árangri og hinna er hin einstaka staðfesta", sagði frumkvöðulinn og athafnakonan Mary Kay Ash eitt sinn.

Ég hef oft spáð í það, hvað sé að ná árangri ... 

Oft hef ég komist að þeirri niðurstöðu að árangur hafi náðst þegar maður nær markmiðum sínum.  Með öðrum orðum að það sé samræmi milli þess sem mann langar til að gera og þess sem maður gerir.

Og þó ...

... ég hef oft náð settum markmiðum, en í sjálfu sér finnst mér ég aldrei hafa náð neinum sérstökum árangri, því um leið og ég hef náð einhverju tilteknu markmiði, þá finnst mér það ekkert merkilegt.

T.d. hef ég klárað maraþon-hlaup, ég hef farið í nám til Ástralíu og ég keyrt frá New York, nokkurn veginn þvert yfir Bandaríkin til San Francisco ... fyrirfram voru þetta alveg rosaleg markmið, og ég taldi mig nánast geta dáið sáttur, næði ég þeim í hús.  En það varð ekki raunin ... mér finnst ekkert af þessu vera nokkur skapaður hlutur ... það tekur því varla að minnast á það.

Ég hef alltaf verið á móti því að mæla árangur í peningum ... en er það kannski bara hinn eini sanni mælikvarði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bobbi, jeminn hvað það er gaman að sjá hana Sydney okkar stækka!!! Fylgjumst alveg með en ekki jafndugleg að kommenta! En árángur er alls ekki  mældur í peningum. Árángur er mældur í hversu mörgum hamingjustundum þú nærð inn í líf þitt á meðan við höfum þau forréttindi að fá að lifa á þessari jarðkringlu! Við lifum bara einu sinni og það í takmarkaðann tíma;) Bið kærlega heilsa mæðgunum!

Fjóla (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 07:48

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Sammála Fjólu, árangur er mældur í hamingjustundum, held það sé hinn eini sanni mælikvarði. Enda getur það verið mikil áskorun og háleitt markmið að vera hamingjusamur á stundum... Og það að láta sér detta í hug að árangur sé mældur í peningum er náttúrulega bara svooo 2007...

Og svo viljum við náttúrulega fá fleiri myndir af Guðrúnu Helgu!
HGB

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 19.6.2009 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband