Páskar 2009

Jæja, þá eru nú páskarnir liðnir hér í Uppsala ... bara mjög góðir páskar, sem hafa snúist um að skoða sig betur um hér í Uppsala, ræða um heima og geima, kaupa húsgögn, vinna, borða hollan mat og njóta veðurblíðunnar.

Skírdagur og laugardagur fyrir páska voru helgaðir heilmiklum göngutúrum, og samtals voru gegnir yfir 30 km þessa tvo daga ... töluvert mikið bar fyrir augu, og skoðuðum við t.d. dómkirkjuna, sem ku vera sú stærsta í Skandinavíu eða um 113 m á hæð og 113 m á lengd ... klárlega nokkuð stærri en Hallgrímskirkja.  Svo litum við í grasagarðinum, skruppum á kaffihús, keyptum hjól af gömlum karli, komum við í næststærsta IKEA í Svíþjóð og sáum páskatréið á Vaksalatorgi.

Samsett by you.

Á föstudaginn langa settum við saman barnarúm, borð og stól, sem allt hafði verið keypt í IKEA ... þannig að dóttirin sefur nú í sínu eigin rúmi, þar sem hún getur legið þversum og sparkað út í loftið eins og henni sýnist ...

P1010598 by you.
Að lesa í nýja rúminu
Sydney got a new bed last Friday ... and here she is reading before she gets to sleep

Páskadagur og annar í páskum voru helgaðir vinnu ... Lauga helgaði sig sænskunáminu, sem gengur þetta líka vel, þrátt fyrir að hún pirri sig á því að vera ekki altalandi eftir um 3 vikna veru í landinu.  Sjálfur var ég að setja saman heimasíðu fyrir Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, sem mun birtast á vefnum, innan skamms.

Það held ég nú ...

And here is one extra for all the "Australians", who miss Sydney a lot ...

P1010574 by you.
This is not an everyday situation ... but when Sydney needs to rub  her eyes, shortly after she has rubbed her mouth, things can go like this ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Oooo.. krúttibollan. Búin að baða sig upp úr matnum :D Er hún ekki dugleg að sofa í nýja rúminu sínu? Mér sýnist allavegana fara mjög vel um hana þarna.... zzzzz...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 17.4.2009 kl. 22:05

2 identicon

Hæ hæ. Rosalega var gaman að hitta þig áður en þið fluttuð út. Sé á skrifunum að allt gengur vel hjá ykkur og sú stutta braggast vel. Mér finnst þessi matarmynd af henni náttúrulega bara yndisleg. Hafið það alltaf sem best. Kv. Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband