Krepputal

Jæja, þá er maður svona um það bil að fara að loka 34. árinu ... afmæli á morgun ... já, og skírnarveisla eins og áður hefur komið fram.

Þessi fyrsta heila vika á Íslandi síðan í janúar, hefur verið heldur betur upp og ofan.  Hæstu hæðum náði hún þegar ég hitti vini og ættingja ... alltaf hressandi að hitta skemmtilegt fólk.  Reyndar hef ég nú ekki náð að hitta nema brot af öllu því góða fólki sem ég þekki, en á morgun ætti að gefast tækifæri á að hitta nokkuð stóran hóp ...

Svo tókst mér einnig í þessari viku að verða veikur ... fimmtudagurinn var undirlagður af einhverri árans pest, og satt að segja hef ég ekki fengið mig góðan af henni enn.

Það er alveg merkilegt hvað þessi ferðalög milli Ástralíu og Íslands hafa lagst illa í mig að undanförnu, því þrjár síðustu ferðir hafa "endað" með vikulegu í rúminu.  Hver orsökin er, gengur mér illa að skilja en svona er þetta nú bara ...
Lauga hefur algjörlega sloppið við þessa óáran, og dóttirin hefur verið hin hressasta eftir ævintýrin í Hong Kong.

Það er óhætt að segja að "krepputal", sé mál málanna hér ... eins og maður átti von á.  Síðan við lentum hefur maður tekið þátt í ófáum samræðum þar sem "ástandið" er til umræðu og sitt sýnist hverjum.
Flestir, sem ég hef talið við, eru þó á margan hátt fegnir að "góðærinu" sé lokið ... og næstum allir vilja að auðmennirnir verði teknir höndum og látnir axla ábyrgð ... með öðrum hætti en þeim sem hingað til hefur verið.

Hinsvegar hefur okkur Laugu fundist mest áberandi hversu mikil þögn er í Reykjavík þessa dagana.  Fyrsta morguninn, þegar við vöknuðum fannst okkur eins og við værum stödd á einhverju útnáraskeri, slík var þögnin ... samt átti þetta að heita virkur dagur!

Að miklum hluta má skýra þögnina með þeirri einföldu staðreynd að einkaþoturnar eru nú þagnaðar ... flugtök og lendingar með ógnargný á öllum tímum sólarhringsins hreya nú sögunni til og er því fall "einkaþotunnar", bara hið allra besta mál fyrir nágranna Reykjavíkurflugvallar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband