Fyrsta færslan í nóvember 2008

Þessir dagar eru spennandi ...

... það er bókstaflega allt að gerast ...

Í skólanum er fyrsta rannsóknin mín skriðin af stað og rannsókn númer tvö mun bráðlega leggja af stað.
Þetta er alveg ægilega spennandi, finnst mér ...

Já, og svo er rétt að nefna það, að í vikunni kom endanlegt samþykki frá snillingunum í Svíþjóð og það mál er "on".  Við Lauga og Sydney erum því að fara að kveðja Ástralíu í bili að minnsta kosti. 
Það út af fyrir sig er mjög sorgleg staðreynd, því við eigum svo marga góða vini, sem við eigum eftir að sakna mikið ...

... en á hinn bóginn, er mjög líklegt að flutningurinn verði heilladrjúgt skref fyrir námið. 
Lauga hefur verið á fullu að afla "kontakta" í Svíþjóð, því þar má hún nefnilega vinna sem hjúkrunarfræðingur, ólíkt þeim raunveruleika sem blasir við hér í Ástralíu.

Ég ætla ekki að skrifa mikið meira að sinni ... en læt fylgja myndband af dótturinni, fyrir þá sem það vilja skoða.  Fleiri myndbönd af öðrum hlutum þó eru í vinnslu ...

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæll og blessaður Páll minn.

Gaman er að sjá hversu vel hún dafnar litla ljósið hans afa gamla á ská í Amsterdam. Barnið náttúrulega alveg gullfallegt, ljóshærð og spengileg, grönn og nett, og og kvikk í hreyfingum eins og afinn í Amsterdam, ehem. Nóg um eigin ágæti.

Það verður gaman að vita af ykkur í Sverige. Hvar munuð þið dvelja? Ég mun verða þar töluvert í framtíðinni, á svo mikið af vinum og kunningjum þar, sem og fjölskyldu. Þannig að gaman væri þá að hittast. Bezta vinkona mín býr í öðrum hvorum hólminum, annað hvort Stykk eða Stokk, líklega Stokkhólmi. Heh. Vonandi hefur farið vel um ykkur í Ástralíu og allt það. Það hefur allavega verið gaman að fylgjast með blogginu þínu vinurinn.

Hérna gengur allt eins og í sögu. Nemendurnir pluma sig vel og er ég strangari en sá sem allt veit. Annað hvort tekur fólk því eða ekki. Öllum gengur vel hverjum á sínu sviði. Þannig að ég má vera ánægður, (er það svo sem aldrei nema kannski á yfirborðinu) maður þarf nú að vera ákveðinn eins og þú veizt.

Ekki þarf ég nú að útlista fyrir þér hvernig manni líður eftir mammonhamfarirnar á Íslandi. Það er ekkert vinsælt að vera íslendingur hérna á meginlandinu í augnablikinu. En maður tekur bara á því. Ég var á Íslandi einmitt þegar þetta hrundi allt saman. Sérkennilegt að upplifa þetta si sona. Þegar þið komið aftur á Frón þá er lítið eftir af þeim gorgeir sem einkenndi íslenzkt samfélag þegar þið fóruð. Elmar átti vikufrí um daginn og fór til Íslands. Kom hissa og þögull til baka, átti ekki von á þeim breytingum sem hann upplifði. Vonandi verður þetta landi og þjóð þó til góðs, hvernig sem á það er litið.

Jæja minn kæri, líði þér og þínum ætið sem bezt, gaman væri aðheyra frá þér við tækifæri, þú ert með netfangið, set það samt niður, tonhus@internet.is.

Beztu kveðjur til ykkar allra,

Jón Þ.

Bumba, 2.11.2008 kl. 09:02

2 identicon

 Hæ hæ! Þettað vaar gaman meira svona  erum búin að spila þettað nokkrum sinum hún er allveg .

  Kossar og knús  amma og afi

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:24

3 identicon

Alveg hreint frábært þetta myndband af dömunni - hún er algjört yndi!!

Gott verður nú að vita af ykkur aðeins nær....þá fer maður nú kannski eitthvað að sjá ykkur og litlu dömuna!!  En vonandi sjáumst við  nú eitthvað um jólin!

B.KV.

Sigga Dóra og co.

Sigga Dóra og Konráð Breki (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:59

4 identicon

Ekki má gleyma því að uppáhaldsfrændinn hljóp maraþon þennan dag!

 og viti menn enginn spítali í þetta sinn

Stíf þjálfun GL eins og hún kemur fyrir í myndbandinu mun vonandi skila henni á betri tíma í maraþoni en okkur frændum.

Nikki (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:13

5 identicon

Sæll Bobbi minn.

Mikið átt þú fallegar konur. Til hamingnu með þær.  Fékk slóð á bloggið þitt hjá Jónka, sem var að fara út úr dyrunum hjá mér.  Hann er í menningarferð á Akureyri en fær lítinn frið fyrir símanum sem hringir látlaust. Ekki skrýtið þ.s. maðurinn er með eindæmum vinsæll.
Hann tjáði mér að þið væruð á leið til Svíþjóðar en vissi ekki hvert.  Kannski Lund?

Kossar og kveðjur frá Akureyrir sem skartar snjó og tilheyrandi frosti.

María x-húsfreyja

María Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband