Í Kiama

Í dag skruppum við til Kiama, sem er lítill bær sunnan við Sydney.  Það tekur lestina rúmar tvær klukkustundir að komast þangað.

Aðalaðdráttarafl Kiama er hin magnaða "Blow Hole", sem er í raun ekki nein hola heldur er þetta gat í sjávarklettum, sem er um 10 metrar í þvermál.  Þegar sjórinn djöflast í kringum þessa kletta, sem hann gerir 24 klukkutíma alla daga vikunnar, þá á hann það til að þrýstast upp um þetta gat og myndast þá tilkomumikill vatnsstrókur, sem getur teygt sig eina 25 metra upp í loftið

En til þess að slíkt geti átt sér stað þarf að vera stórstreymt og vindur að standa af suðaustri.  Hvorugt var til staðar í gær, þannig að við sáum nú lítið af þessum miklu tilþrifum ... því miður! En við sáum þá allavegana Blow Hole ...

Kiama er fallegur staður, flott strönd, svo er þar glæsilegur viti, en tilkomumiklir vitar virðast vera eitt af höfuðdjásnum þessara bæja meðfram ströndinni.  Á þeim stöðum sem við Lauga höfum komið við, þ.e. bæði í Wollongong, Newcastle og nú Kiama, gegnir vitinn veigamiklu hlutverki á helstu ferðamannastöðunum ...

Við tókum þennan nokkuð týpíska ferðamannapakka á þetta.  Fórum á helstu staði, svo sem áðurnefnda Blow Hole, höfnina, skoðuðum fornbílasýningu, skruppum á kaffihús, fórum svolítið á ströndina og þar kynntist Guðrún hin knáa sandi og sjó í fyrsta skiptið. 

Frá Kiama röltuðum við yfir til Bombo, prófuðum að keyra barnavagninn í fjörunni þar ... mæli ekki með því ... skoðuðum Bombo Headland.  Ef þú hugsar þér sjávarklettana við Reykjanesvita og blandar þeim saman við Dimmuborgir í Mývatnssveit, þá ertu komin(n) með Bombo Headland.  Svolítið sérstök samsetning er ... svona er þetta nú bara!

IMG_8581 by you.
Nýkomin til Kiama

IMG_8582 by you.
Skipt á dótturinni undir tré ... en þess má geta að barnið var með eindæmum samvinnuþýtt í þessari ferð.

IMG_8598 by you.
Komist í tæri við fjörusand í fyrsta skipti ...

IMG_8600 by you.
... og hér er sjórinn "testaður" ...

IMG_8604 by you.
Frá fornbílasýningunni ... taktu eftir aftursætinu ... þeir kalla þetta tengdamömmusæti hér í Ástralíu!!

IMG_8610 by you.
Við Blow Hole ... frekar rólegt þar ...

IMG_8612 by you.
Vitinn í baksýn ...

IMG_8614 by you.
Lauga fjörug á einum útsýnisstaðnum í nágrenni við Blow Hole.

IMG_8627 by you.
Bombo-höfðinn og tré í blóma.

IMG_8631 by you.
Bombo-fjaran var býsna erfið yfirferðar fyrir torfæruvagninn ...

IMG_8634 by you.

IMG_8642 by you.
Mæðgurnar á leið til Bombo Headland ... Kiama og vitinn í baksýn ...

IMG_8653 by you.
Barnið fóðrað í umhverfi sem er blanda af Reykjanestánni og Dimmuborgum ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband