3ja mánaða afmæli

Þá er Guðrún orðin 3 mánaða ...

Það er svolítið erfitt að segja fyrir um hvort mér finnst það vera mikið eða lítið ... því mér finnst dóttirin hafa verið til nánast alla mína ævi, en á sama tíma tíma er rosalega stutt síðan hún fæddist ... ?!?

Jæja, allavegana þá var haldið upp á afmælið með pompi og prakt.  18 vinir voru viðstaddir, allt frá dúkkunni Stínu, yfir í Úrið og bleika bangsann.  Sjón er sögu ríkari ...

IMG_8431 by you.
Nokkrir félagar mættu snemma í boðið ...

IMG_8441 by you.
Afmælið byrjað ...

IMG_8446 by you.

Í dag var að auki feðradagur hér í Ástralíu ... kannski var hann líka alls staðar annars staðar í heiminum ... ég veit það ekki ...
En í tilefni dagsins færði dóttirin föður sínum fyrstu gjöfina, og lítið kort sem stóð í: "Til pabba. Frá Guðrúnu."
Ég veit ekki hvað er eiginlega að koma yfir mig, en auðvitað fékk ég þvílíkan kökk í hálsinn að ég mátti vart mæla svo mínútum skipti ...

IMG_8437 by you.

Í dag sýndi dóttirin einnig hvers hún er megnug, þegar hún sat teinrétt í lófanum á mér án nokkurs stuðnings ... lék svo sannarlega listir sínar fyrir áhorfendur!!!

IMG_8421 by you.
Henni er greinilega svo eðlislægt að sýna listir sínar að hún kippir sér ekki einu sinni upp við það!

IMG_8425 by you.

Þess má svo að lokum geta að stórvinur minn Jón Þór á afmæli í dag ... karl orðinn 34 ára!!  Enn einu sinni er hann búinn að ná mér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með áfangann...og gaman að sjá hve góð mæting var í afmælið! Frábært að sjá hana svona teinrétta í lófa föður síns  

Stjóri (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 01:39

2 identicon

Vá, til lukku með 3ja mánaða afmælið. Gestirnir hafa vonandi ekki verið eins svakalega fjörugir og þeir sem mættu í 9 ára afmæli á mínu heimili á dögunum . Flott að sjá hvað stelpan stendur sig vel í jafnvægisæfingunum, og ekki leiðinlegt að sjá stoltið sem skín af pabbanum

Helga S (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband