Fótbolti

Síðustu dagar hafa verið annasamir hér í Sydney ... svo annasamir að mér hefur eiginlega ekki komið til hugar að skrifa eitt einasta blogg ...

... en það er gaman þegar mikið er að gera.

Eitt af því sem á daga mína hefur drifið er fótbolti ... já, fótbolti er aftur kominn á dagskrána, en undir öðrum formerkjum en áður hér í Ástralíu, því núna er ég sjálfur að spila fótbolta.

Á miðvikudagskvöldið var fyrsti leikur í ógurlegu innanhúsfótboltamóti, sem haldið er í Rockdale.  Mun mótið standa yfir í næstu mánuði ... afar spennandi að sjá hvernig það fer.
Liðið mitt lá þó í valnum í fyrsta leik, töpuðum 1-6 ... algjör óþarfi að mínu mati, en augljóst er að slípa þarf nokkra vankanta af leik liðisins.

Sjálfur spilaði ég eins og byrjandi, ég held að ég hafi gefið 2 eða 3 mörk.  Þriggja ára fjarvist frá innanhúsbolta hefur sennilega haft sín áhrif.  Ég varð aðeins betri eftir því sem á leið leikinn, svona þegar mesta ryðið var farið að slípast örlítið af.

Það dugði þó ekki til ...

Ég hef samt fulla trú á því að þetta komi allt saman hjá mér og liðinu ...

Verð samt að segja að það var gaman að komast í bolta aftur ... það er alveg merkilegt hvað þessi helvítis bolti togar alltaf í mann, þó maður sé löngu búinn og margoft búinn að ákveða hætta þessu déskotans sparki.  En það getur verið "trikkí" að hætta einhverju sem maður er búinn að stunda, og oft af mjög miklu kappi, í næstum 30 ár!!

Læt þetta duga í bili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband