8. ágúst 2008

Þetta er búið að vera mjög merkilegur dagur í dag ... enda er dagsetningin ekki af verri endanum 080808 ...

Abba amma á afmæli í dag ... 82 ára segir barnabarn afmælisbarnsins ... "átta árum yngri en hann afi".  Útreikningar ættu svo sem að vera einfaldir, því afi varð níræður fyrir nokkrum dögum.

Í dag skipti ég um leiðbeinanda hér í Sydney ... ég einfaldlega sagði leiðbeinandanum upp og "rak 'ann", enda annað ekki hægt ... maðurinn hefur bara ekki verið að standa sig í stykkinu.
Samið hefur verið við nýjan leiðbeinanda ...

... það mætti halda að ég væri í heilögu stríði við allt og alla hér í Sydney ... en svo er nú ekki ...

Fyrir þá sem það ekki vita er fótboltaþjálfarinn, sem ég gafst upp á að vinna með um daginn og hinn "rekni" aðalleiðbeinandinn minn í háskólanum, sami maðurinn!

... þetta er búið að vera mjög löng og ströng barátta hjá mér við þennan blessaða mann, sem segja mætti fullum fetum að gangi ekki heill til skógar.
Ég ætla svo sem ekki að vera að nota þennan miðil, það er að segja bloggið mitt, til að útmála þennan mann ennfrekar, þar sem hann hefur enga möguleika á að verja sig og sínar skoðanir.

Mér er þó ekki meira umhugað um að hann geti varið sig gegn skrifum mínum, en svo að einhvers staðar á blogginu mínu má finna færsluna "Að "díla" við mesta fávita í heimi" eða eitthvað svoleiðis.  Allt sem þar stendur, stend ég við og miklu meira ...

Nú læt ég mér nægja að segja að ég er afskaplega feginn að vera laus undan oki þessa manns, sem hefur einhverjar þær skrýtnustu meiningar og aðferðir í mannlegum samskiptum sem ég veit um. 

En fuglinn er laus úr búri sínu og nú blasir framtíðin vonandi við björt og frískandi ...

Með nýjum leiðbeinanda koma að sjálfsögðu nýjar áherslur og hefur sá nýi lagt til að ég vinni hörðum höndum að því að efla samskipti mín við kollega, að ég setji mig í samband við fólk og vinni að "networking". 
Þá eru stórir hlutir að gerast með sýndarveruleikann minn, því ég er þessa dagana um það bil að ákveða að stíga eitt skref í viðbót í þeim efnum, og taka í þjónustu mína velþekkt og viðurkennd þrívíddarforrit og teikniforrit, sem ég hef verið feiminn við að nota fram til þessa.
Sú ákvörðun ætti að gefa af sér enn betra doktorsverkefni hér í Sydney ...

---

Af fjölskyldumeðlimum er það að frétta að afmælisbarn gærdagsins var heldur eftir sig eftir uppákomuna í gær, það er að fá sprautu í bæði lærin án þess að vera spurð hið minnsta út í það.  Hún hefur, samkvæmt öruggum heimildum, sofið lungann úr deginum og sagði móðirin að hún hefði varla þekkt ungann fyrripartinn, svo ólíkur var hann sjálfum sér. 

Móðirin sjálf er í fantaformi, er að komast á þvílíkt skrið að nú mega menn og konur fara að vara sig.  Mig dreymdi hana í morgunsárið, þar sem hún var uppábúin að fara í afmæli ... mikið lifandis skelfing var manneskjan falleg í draumnum!  Og svo vaknaði ég ... og sama fegurð blasti þá við mér :) !! 

IMG_7574 by you.

 IMG_7575 by you.

IMG_7579 by you.

IMG_7582 by you.

IMG_7586 by you.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Mikið afskaplega eru þetta fallegar konur sem þú átt þarna Bobbi minn! Og til lukku með að vera laus við "mesta fávita í heimi"!! Kortið frá fótboltastrákunum hefurðu án alls efa átt skilið því eins og þeir sem þig þekkja vita leggur þú alltaf bæði hjartað og sálina í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Og þar sem ég er stelpa (og því augljóslega Helgu-hlutinn af helgaoghalldor) ætla ég að leyfa mér að senda þér knús í tilefni alls þessa 

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 9.8.2008 kl. 16:24

2 identicon

Erum orðin rosa spent að fá ykkur heim ( þó aðallega Guðrúnu Helgu he he )

Kveðja og knús frá afa ömmu  og til ykkar allra

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir fögur orð í minn garð, já og knúsið, ... frábært að fá svona kveðju!! :D

Ég og Lauga hlökkum líka mikið til að hitta alla og ég er líka viss um að Guðrún Sydney Helga Houdini iðar hreinlega í skinninu ... þó getur verið erfitt að vita það fyrir víst þar sem hún þráast við að segja nokkurt orð af viti enn sem komið er!! :)  

Páll Jakob Líndal, 10.8.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband