Videoafmælisrólegheit

Jæja, þá er helgin liðin og mánudagur tekinn við, bjartur og fagur ... eða að minnsta kosti var hann það í morgun.  Núna er reyndar brostið á með ausandi rigningu og gulu gardínurnar sem blessaður nágranni okkar hefur verið að bisa við að þurrka síðustu daga, eru enn einu sinni orðnar haugrennandi blautar ...

En helgin byrjaði á videoi, pizzu og kók á föstudagskvöldið.  Klárlega fyrsta videokvöld dótturinnar, sem skeytti lítið um allar tilfæringarnar og meira og minna steinsvaf meðan leikar stóðu sem hæst.  Svona til þess að það komi fram var fyrsta mynd stúlkunnar, stórmyndin "Happy Gilmore" með Adam Sandler í aðalhlutverki.  Klárlega besta mynd Sandlers, að mínu mati ... oft á tíðum bara nokkuð fyndin.

IMG_7373 by you.
Frá videokvöldinu ...

Laugardagurinn var tekinn með trompi þegar farið var í 30 ára afmæli Dave, vinar okkar.  Hann hafði þann háttinn á að leigja bát, sem sigldi með teitið fram og aftur um Sydney-höfnina.
Laugardagurinn var því dagur bátsins, því við landkrabbinn PJL, Lauga og hin 7 vikna Sydney, voru 5 til 6 klukkustundir að veltast um í þremur ólíkum bátum.  Tveimur ferjum sem báru okkur frá Circular Quay til Manly, og til baka að ógleymdum skemmtibátnum, sem við dvöldumst í rúma 4 klukkutíma.

 IMG_7379 by you.
Mæðgurnar á ferjunni til Manly ásamt Fjólu og Söru

IMG_7384 by you.
Kóngur dagsins, Dave Ellis þrítugur, skýtur tappa úr flösku!!

IMG_7386 by you.
Á Sydney-höfninni, þar sem alltaf er mikið um að vera ...

IMG_7390 by you.
Og önnur af höfninni ...

Afmælið tókst með miklum ágætum, og vakti yngsti boðsgesturinn lukku meðal annarra boðsgesta, enda með eindæmum prúður ... alveg ótrúlega prúður!!

IMG_7399 by you.
Rich og Sydney náðu vel saman ...

IMG_7402 by you.
James og Sydney náðu líka afskaplega vel saman ...

IMG_7408 by you.
Afmælisbarninu var svo fleygt útbyrðis, meðan báturinn sigldi á fullu stími til hafnar ... sumir bátsmenn töldu guðs mildi að afmælisbarnið skyldi ekki lenda í skrúfunni ...

Þegar komið var í land, var svo skroppið á Manly 16ft Skiff Sailing Club, þar sem flestir boðsgestir héldu áfram að væta kverkarnar.

Þegar hér var komið sögu töldum við að Sydney væri búin að upplifa allt það helsta sem prýða má gott afmæli og héldu fljótlega heim á leið.

IMG_7433 by you.

 IMG_7461 by you.

Þegar heim var komið, þótti gráupplagt að taka mynd af dótturinni í glæsilegum kjól sem Helga, mamma Bjarna Jóhanns (sem einu sinni var kallaður Dóribjarni og er reyndar kallaður stundum ennþá af gömlum vana) og væntanleg tengdamóðir hennar prjónaði og sendi til Ástralíu.  Sannarlega glæsilegt handverk þar á ferðinni!!

IMG_7483 by you.

Eftir nokkrar myndir, var ljósmyndaranum sparkað út í orðsins fyllstu merkingu ... ekki fleiri myndir takk fyrir!!!!

IMG_7486 by you.

Sunnudagurinn var svo allur í rólegheitum ... of rólegur fyrir mína parta þannig að til að bjarga honum hljóp ég 12 km, enda er ég að undirbúa mig fyrir nokkur skemmtileg hlaup sem fara fram á næstu vikum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira hvað Sydney var stillt í afmælinu. Greinilegt hver er vinsælasta pían hérna í Sydney! Auðvitað fullt af myndum komnar inn á flickr ið http://www.flickr.com/neilfjola

Finnst þessi svo agalega vel heppnuð af mæðgunum http://farm4.static.flickr.com/3003/2705582662_ae6768094d.jpg

Og þessi svo fín af fjölskyldunni http://farm4.static.flickr.com/3232/2704765153_1f1c482720.jpg

Fjólan (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband