"Halldór Bjarni" er mættur til leiks

Húrra, húrra, húrra!!!

Þá kom að því í gær að Dóri og Helga eignuðust afkvæmi ... já, kl. 12.08, birtist "Halldór Bjarni" í öllu sínu veldi eftir að hafa svamlað í legvatni í rúma 9 mánuði.  Nú getur stefnan ekki verið annað en upp á við hjá honum ... mesta þraut lífsgöngunnar að baki.  Og framtíðin blasir við í öllu sínu veldi, aðeins 25 klukkustundir eru liðnar af lífi hans ... alveg rosalega merkilegt!!  Hugsaðu þér lesandi góður, á þriðjudagskvöldið síðasta var hann "ekki til"!!!

Ég er alltaf að átta mig betur og meir á því, hvað börn eru ótrúlega merkilegt fyrirbæri. 
Eftir að ákveðnar athafnir foreldranna hafa farið fram, tekur náttúran bara við og leiðir þetta stórkostlega magnaða ferli, sem lýkur svo 9 mánuðum síðar.  Þá tekur við annað ferli, sem er ekki síður merkilegt ...

Já, já ... ég held að ég sé ekkert að fara meira út í þessa sálma, heimspekilegar vangaveltur fara mér ekkert sérstaklega vel ... það er nú bara svoleiðis.

Hvað sem því líður, þá verður nú ekki hjá því komist að óska nýbökuðum foreldrum innilega til hamingju með árangurinn ... og nú hefst næsta vers hjá þeim sem verður að koma "Halldóri Bjarna" til manns!!

Ef einhver sem les þessa síðu þekkir eitthvað til þeirra skötuhjúa, finnst mér afskaplega vel við hæfi að sá hinn sami, fari inn á heimasíðu þeirra, sem er hér og segi eitthvað fallegt við þau ...


Þessi mynd af "Halldóri Bjarna" var send til Sydney, og er hún örugglega sú fyrsta sem opinbera birtist af honum! 

Hinn nýfæddi piltur, er sagður líkari föður sínum en móður ...
Hér fyrir neðan má sjá foreldrana, ásamt Laugu ... myndin er tekin í febrúar síðastliðnum ...
Dæmi nú hver fyrir sig ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Takk fyrir hamingjuóskirnar! Þetta er tvímælalaust fyrsta opinbera myndbirtingin af "Halldóri Bjarna" og vel við hæfi að Hafdís amma hans skuli hafa tekið myndina. Mér hefur alltaf fundist erfitt að sjá út líkindi með nýburum og foreldrum þeirra en hér er greinilegt að amk munnsvipurinn hefur erfst frá föðurnum

Nú bíður maður spenntur eftir ykkar bumbubúa....strákur eða stelpa??

Halldór eldri

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 30.5.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband