Á leið til Mexikó

Jæja, þá hefur þessi dagur runnið sitt skeið á enda.  Þetta hefur verið ákaflega fínn dagur ... þá sérstaklega fyrir þær sakir að ég held að ég hafi endanlega losnað við fyrirlesturinn minn sem verður fluttur í Mexikó eftir um hálfan mánuð.  Málið er því alfarið í höndum Dr. Marni Barnes ...

Eftir massífa tiltekt á borðinu mínu fram að hádegi var loksins hægt að fara að snúa sér aftur að þessu blessaða doktorsverkefni, sem hefur verið á ís um dálítið langt skeið ...
En það sem hefur þó unnist í öllum þessum skrifum er miklu, miklu, miklu betri skilningur á viðfangsefninu og ég hef betur áttað mig á þeim rökum sem réttlæta það að ég geri þessa rannsókn.  Það er nefnilega svo í þessum vísindaheimi, að maður gerir víst ekki bara eitthvað ... það er að segja ef maður ætlar að láta taka eitthvað mark á sér ... allt þarf að vera vel rökstutt.  Í mínu tilfelli er slíkur rökstuðningur svo sem ekkert sérlega flókinn því tilgangur rannsóknar minnar blasir við öllum þeim sem vilja hafa augun opin.

Svo las ég og punktaði hjá mér af miklum móð allan seinnipart dagsins ... reyndar með smávægilegum hléum.  Sem dæmi átti ég langt samtal við Chumporn félaga minn um hans rannsókn.  Blessaður drengurinn er mjög taugaveiklaður yfir þessu verkefni sínu, og ég er svo sem ekkert hissa á því ... sem stendur er það svo flókið að það er nánast óframkvæmanlegt!  Ég lagði það því til við hann, og hef svo sem gert það áður, að einfalda þetta allt saman.  "Droppa" svona 70% af þeim hugmyndum sem hann er með og þá ætti viðfangsefnið að vera orðið passlegt ...

Svo er nú farið að styttast allverulega í að sá litli eða sú litla komi í heiminn ... svolítið skrýtið að tala um að einhver komi í heiminn, þegar hann fæðist ... hvar er þessi einstaklingur þá núna í augnablikinu ef hann er ekki í heiminum??  Er mögulegt að fara úr heiminum, ef maður skríður ofan í poka og bundið er fyrir?

Jæja, nóg í bili ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er víst áreiðanlegt að rannsóknarspurningarnar verða að vera vel ígrundaðar áður en af stað er farið. Raunhæft rannsóknarplan er einnig æskilegt en virðist þó frekar sjaldgæft í heimi doktorsnema. Verkefnin taka oft 5 til 10 ár þannig að það er eins gott að passa sig! Ég skil vel að félagi þinn sé á barmi taugaáfalls því það er náttúrulega hrikalegt að vera í þessari stöðu. Hann á að hlusta á Múrenuna því ekki stíga leiðbeinendur neitt sérstaklega fast á bremsuna. 

Þessi litlu eru í eigin heimi, hnoðast, hiksta og sparka, koma svo í okkar heim ca 9 mánaða og eru þá núll ára. Þetta er skrýtinn heimur!

Stjóri (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband