Tengsl mín við suðupunkt heimspressunnar

Það verður að segjast eins og er ... það hefur ekkert gerst í dag ... bókstaflega ekkert, fyrir utan það ég er búinn að sitja með sveittan skallann og skrifa fyrirlesturinn sem Dr. Marni Barnes mun flytja í Mexíkó eftir nákvæmlega einn mánuð.

En eitt uppgötvaði ég þó í dag þegar ég las fréttirnar, en það var sú staðreynd að Herra Fritzl, sá sami og læsti dóttur sína niðri í kjallara í 24 ár, eins og frægt er orðið, er "nágranni" Antons Steingrubers.  Fyrir þá sem ekkert skilja núna, þá skal þess getið að Anton Steingruber er austurrískur söngvari og söngkennari, sem bauð mér og Laugu að dvelja hjá sér í 4 vikur haustið 2006.

Já ... og svona til að halda áfram með þetta ... þá eru Anton og Herra Fritzl "nágrannar" ... Anton býr í Kröllendorf og Herra Frizl í Amstetten, og það eru aðeins 10 km á milli þessara tveggja bæja.

Punkturinn hjá mér er því sá, að fyrir 1,5 ári síðan, var ég sjálfur á þeim stað, sem kastljós heimspressunnar beinist núna að ... og ég verð að viðurkenna að seint hefði mér dottið í hug að eitthvað þessu líkt væri að eiga sér stað þarna. 
Í mínum huga er Kröllendorf, Amstetten, Waidhofen og allt umhverfið þarna í kringum ána Ybbs, eitthvert það dásamlegasta í veröldinni ... algjör Paradís ...

Læt fylgja með tvær myndir frá dvöl okkar í Austurríki ... 

En svona til að nefna eitthvað fleira, þá hittum við Lauga, Fjólu og félaga í gær ... tilefnið var reyndar að kveðja systur hans James (um er að ræða sama James og á Bjölluna góðu), en í dag hélt hún heim á leið til Englands, eftir nokkurra vikna dvöl hér í Ástralíu.
Við hittum hópinn niður á Circular Quay, sem er í næsta nágrenni við hið fræga óperuhús.  Úr því svo bar undir, ákvað ég að taka eina góða mynd af Laugu óléttu, með þetta mikla mannvirki í baksýn.

Og til upplýsingar ... hitastigið hér hefur verið að hækka ... er 17°C núna.  Lesendur geta því farið að anda léttar fyrir mína hönd ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég segji, þvílíkt bjútí hún Lauga!!!!!

En vá svakalegt að þú hafir búið rétt hjá þessum hrikalega atburði...Án gríns, hálf ótrúlegt að svoan skuli gerast í alvörunni en ekki bara í sick hryllingsmyndum...

Fjólannn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:52

2 identicon

oooo en yndisleg mynd falleg kona með fallegustu bumbu sem ég hef séð lengi ;) þykist þekkja ægifagran bol er fær að njóta þess heiðurs að vefja þennan nýja frænda/frænku...ooo svo spennó spennó spennó

knús

Sigrún

Sigrún Steingríms (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Tek undir það að Lauga er afskaplega glæsileg á öllum þessum myndum ... ljósmyndarinn er náttúrulega líka í hæsta gæðaflokki!!  Það má vel koma fram að engin þessara mynda hefur fengið meðferð í Photoshop eða öðrum myndvinnsluforritum ...

Páll Jakob Líndal, 4.5.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband