Knattspyrnuakademían

Í dag var fyrri starfsdagur Knattspyrnuakademíu P&G.

Allt hófst þetta samt á fundi niðri í skóla með Terry Purcell aðstoðarleiðbeinanda mínum kl. 9 í morgun.  Terry var hress að vanda og ótrúlega áhugasamur um verkefnið mitt.  Sagðist hafa beðið spenntur í viku að vita hvað hefði gerst því.  Því miður hafði ég lítið að segja honum, enda hefur tíminn farið að mestu leyti í að gera eitthvað allt annað en að fókusera á doktorsverkefnið mitt.  Á næstu dögum verður þó bætt úr því.

En strax og fundi okkar lauk, yfirgaf ég Wilkinson-bygginguna og hélt áleiðis til Stanmore að ná í hjólið mitt, sem var í viðgerð þar, eða öllu heldur í stillingu þar.  Og þvílíkur munur að hjóla á því núna ... gírarnir hættir að "skralla" og hættir að hoppa á milli, sem allir hjólreiðamenn hljóta að vera sammála um að er gjörsamlega óþolandi!

Á hjólinu fór ég heim til Garys, en það er nafn þjálfarans, og þaðan héldum við til Lofberg Oval í West Pymble, sem er í norðurhluta Sydney. Upp úr klukkan 12 birtust 16 strákar tilbúnir í slaginn, þar af 8 stykki úr U-14 liði Gladesville Ryde Magic.  Þar að auki kannaðist ég við tvo, sem reyndu fyrir sér á svokölluðum úrtökudögum í síðastliðnum nóvember, en voru ekki valdir í liðið.

Gary hafði sett upp meginhluta prógramsins en ég hafði úthugsað nokkrar tækniæfingar sem gott var að hafa í handraðanum.
Dagskráin byrjaði á langhlaupi, en í kjölfarið komu stökkæfingar og sprettir.  Ég verð að viðurkenna að mér fannst það dálítið einkennileg byrjun á fjögurra klukkutíma æfingu, en ok ...

Eftir það hófust tækniæfingar ... ég fékk þann hóp sem var betur á sig kominn tæknilega ... með öðrum orðum boltameðferð þeirra var betri en hinna.
Það verður nú samt að segjast að hún var ekkert sérstaklega góð ... flestir illilega einfættir, og vildu helst ekki nota hinn fótinn til annars en að standa í hann.  En slíkt er ekki álitið sterkt fyrir fótboltamenn.
Undirtektirnar voru nú ekkert framúrskarandi, þegar ég hóf að sýna þeim listir mínar og biðja þá um að endurtaka þær.  Stinga boltann og taka við honum innanfótar eða utanfótar með hinum fætinum ... þessar einföldu æfingr, sem nota bene eru æfingar nr. 1 og 2 í bók Wiel Coervers "Knattspyrnuskóli KSÍ", féllu ekki í kramið, enda fullyrði ég að varla nokkur þeirra gat gert þær með sannfærandi hætti.  Samt eru þetta grundvallar "moves" í fótbolta.

"Af hverju þurfum við að vera að þessu?  Þetta er "boring"", voru kommentin sem ég fékk í hausinn.  Ég verð að viðurkenna að ég var steinhissa, því þegar ég var 14 ára, fannst mér rosaskemmtilegt að vera úti í garði að æfa þessi "move".
Ég hef sjálfsagt verið svo gáfað barn, en í huga mér lék aldrei vafi á hvers vegna gera þyrfti þessar æfingar ... að sjálfsögðu til að verða besti fótboltamaður í heimi!!

Svo voru æfðar sendingar og loks endað á leik.  Nokkuð "straight forward" prógram í dag.

Ég verð samt að segja að ég er undrandi á "energy levelinu" hjá drengjunum ... en í mörgum tilfellum var það mjög lágt! Það var nærri því eins og þeir væru sofandi eða að sofna ... ég bara skil þetta ekki!!  Til hvers að vera í fótbolta og veltast um eins og draugur!!

Heim kom ég um sex-leytið og gaf ég Laugu þá langa og ítarlega skýrslu af því sem gerst hafði ...

Við enduðum svo að rölta út á Erciyes Kebab House og fengum léttan kvöldverð ...

Jáhá, svona leið nú þessi dagurinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband