Melbourne - Dagur 3 (kemur mjög fljótlega)

Það er allt vitlaust að verða hjá Múrenunni þessa dagana ... hún sér vart út úr augum!! 

En það er bara í góðu lagi ... Múrenan getur fullvissað lesendur sína um að, frásögn frá þriðja og síðasta deginum í Melbourne, verður komin fyrr en lesendur grunar!!  Er það ekki það sem lesendur vilja??  Hvernig endaði ferðin??  Hvernig var upplifunin að vera loksins kominn á slóðir silfurverðlaunahafans frá Ólympíuleikunum 1956 (?), ... já, það er verið að tala um sjálfan Vilhjálm Einarsson, sem Íslendingar eru ennþá að fagna eftir afrekið, þótt liðin séu 52 ár síðan!!
Merkilegt í þessu sambandi hvað það virðist skipta miklu máli hvort íslenskir keppendur á ólympíuleikum fái silfur eða brons ... Múrenan er ekki viss um Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir hafi fengið og muni fá annan eins klappkór og Vilhjálmur ... ekki það að Vilhjálmur verðskuldar það sjálfsagt, hann er náttúrulega lifandi goðsögn!!  En meira um þetta síðar ...

En eins og áður segir, það er allt vitlaust að verða, Múrenan búin að taka að sér svo mörg verkefni að flestir sem þekkja hana, ættu að átta sig á að hún er við hestaheilsu og að sumir hlutir breytast seint!!  Og ef allt er vitlaust að gera, hlýtur að liggja í augum uppi að það ætti að vera hægt að segja frá einhverju ... það er bara massífur tímaskortur sem hamlar öllum skrifum ...

Rock and roll halleluja!! 

Og til að gleðja lesendur, lætur Múrenan eina mynd frá því í maí í fyrra fylgja með ... á myndinni fagnar Múrenan stórtapi Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningunum.  Á skjánum er Sigmundur Ernir í beinni í Sydney!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú það er akkúrat það sem við viljum en það er líka allt í lagi að blogga stutt og skorinort stundum og líka um hversdagslega hluti þó það sé ekki 11 tíma lestarferð getur það talist fréttnæmt fyrir þá sem sakna ykkar hérna langt langt í burtu...

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband