Föstudagur í Sydney

Jæja, þá er afmæli spúsunnar á enda runnið ... en í kvöld hittust vinir og vandamenn á Belgian Beer Café hér í Sydney, til að fagna afmælinu.
Allt gengið sem einu sinni bjó á 50 Davies Street mætti, en auk þess Steve og Zoe.  Þá var Crighton á svæðinu, en tveir vinir hans voru að fagna afmælum sínum frá því í vikunni.  Það er óhætt að segja að mætingin hafi því verið með besta móti.


Afmælisbarnið í faðmi vina, núna í kvöld, á Belgian Beer Café

Spúsan fékk rosafínar gjafir frá Fjólu og Neil, dagbók og kerti, og eitthvað eitt enn sem Múrenan á ennþá eftir að skilja almennilega hvað er ...
Neil hafði skreytt kortið af miklu listfengi og fallegum skrifum, sem vafalaust yljuðu afmælisbarninu um hjartarætur. 

Eftir gönguna frá Belgian Beer Café heim á Bourke Street, sem tók um 45 mínútur, vildi afmælisbarnið kaupa sér eitthvað að borða ... keypti tyrneskt brauð fyllt með lambakjöti og lauk, en þverneitaði svo að borða það, eftir að hafa tekið fyrsta bitann!!  Of mikið ullarbragð af kjötinu ... Múrenan afgreiddi málið.  Því næst lagðist spúsan fyrir og sofnaði svefni hinna réttlátu.


Spúsan sofnaði á mettíma þetta kvöldið, u.þ.b. 30 sekúndum!!

Annað er lítið að frétta þennan daginn ..., góður dagur en tiltölulega tíðindalaus, nema Múrenan víki talinu að doktorsverkefninu sínu.  Það ætlar hún hins vegar ekki að gera nú, einfaldlega vegna þess að hún nennir því ekki!!!

Öll umræða um doktorsverkefnið verður að bíða betri tíma, og lesendur verða bara að bíða þolinmóðir þangað til Múrenan verður í stuði, eins og það er gjarnan kallað!!

Svo verður Múrenan að koma því að, af gefnu tilefni, að hún hefur bara ekki náð að láta taka mynd af sér með eða á nýja hjólinu.  Hún lofar því statt og stöðugt að mynd, til sönnunar því að hjólakaupin hafi raunverulega átt sér stað, mun koma á bloggið á morgun ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með samlokuna kemur ekki á óvart...Múrenur velta því ekki fyrir sér hvort ullarbragð sé af matnum sem þær gleypa í sig.

Spúsan er algert dúllikrútt á þessari mynd, steinsofandi með hendurnar upp fyrir haus, alveg búin á því eftir afmælisdaginn sinn

Engin mynd=engin sönnun=ekkert hjól!

Halldór (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband