Lundinn

Í kvöld kom Andrés oddviti sigri hrósandi heim með gulan póstsendingarkassa undir hendinni og tilkynnti Múrenunni, þar sem hún sat fyrir framan tölvuna, að nú byðist henni tækifæri.  "Þetta er tækifæri lífs þíns" sagði hann og í sömu mund opnaði hann kassann og rak framan í Múrenuna.
Múrenunni, sem að sjálfsögðu varð yfirspennt við tíðindin, brá heldur en ekki í brún og var hér um bil dottin af stólunum, þegar hún leit ofan í kassann ... því ofan í honum var spriklandi lundakvikindi, sem Andrés bjargaði í morgun, þegar það lá undir vegg íþróttahússins til að skýla sér fyrir veðrinu.

"Viltu gjöra svo vel að fara út með þetta kvikindi!!" fyrirskipaði Múrenan. 
"Ha?!?  Viltu ekki sjá lundagreyið?!?", svaraði Andrés undrandi.
"Nei, alveg ómögulega ... ég er með fuglafóbíu!!", sagði Múrenan.
"Ha?!?  Fuglafóbíu??"  Andrés skildi hvorki upp né niður. "Jæja ... ertu þá hræddur við hann?"

Andrés gat ekki varist hlátri.

Já, kæri lesandi ... það er ekkert grín að vera með fuglafóbíu ... !!  Múrenan bara getur bara ekki snert fugla og þolir bara alls ekki að vera nálægt þeim!!
Svo einfalt er það nú bara!

En Múrenan lét þó tilleiðast að taka nokkrar myndir af lundanum og Andrési, með því skilyrði að Andrés myndi ekki hrekkja hana, til dæmis með því að henda fuglinum í átt að henni ... slíkt hefði sennilega leitt til slita á samstarfi við aðalskipulagsvinnu eða hreinlega til þess að Múrenan hefði fengið hjartaslag, og þá hefði samstarfið einnig farið út um þúfur.

Andrés og lundinn

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lundi bítur
  
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Eftir að lundinn beit í hönd oddvitans, var ákveðið að láta myndatökunni lokið, enda ekkert sérstaklega gott að vera bitinn af lunda.  Var lundinn settur aftur í gula kassann og honum sagt að fara að sofa ... 

Andrés hefur gefið það hátíðlega út að lundanum verði sleppt lausum fjörunni í fyrramálið ... og Múrenunni sé sérstaklega boðið að vera viðstödd athöfnina ... 

Múrenan ætlar að hugsa sig um í nótt, hvort hún þekkist boðið eða ekki ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Eru lundar í Sidney?

Sigurður Ásbjörnsson, 23.1.2008 kl. 00:21

2 identicon

Hahahah... ja, nú hlýtur Andrés hafa verið hissa ... hahahhaa.  En flott hjá þér að taka þó myndir af þeim félögum, það er skref í rétta átt til að sigrast á fuglahræðslunni.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband