Handbolti og mynd

Múrenan hefur brotið heilann allótæpilega í dag, eftir að hún las þennan pistil á visir.is.  Hann fjallar um að Íslendingar eru orðnir öruggir í milliriðla þó svo heil umferð sé eftir í riðlakeppninni.

Vel má vera að Múrenan þekki reglur EM ekki nægjanlega vel ... en fyrir henni er umrædd lesning gjörsamlega óskiljanleg.
Það svo sem skiptir engu máli héðan af því Ísland hefur tryggt sér sæti í milliriðlum á EM 2008 eftir að Slóvakar steinlágu fyrir Svíum í dag.  Hugsanlega geta blaðamenn visir.is einnig prísað sig sæla, því aldrei reyndi á reiknikúnstir þeirra ...

En hér á Djúpavogi voru menn almennt sáttir við leik dagsins á EM 2008.  Evrópumeistarar Frakka tóku landann svo hraustlega í nefið að Svíaleikurinn í vikunni stendur nánast í skugganum.  Gaman að sjá hvað leynivopnið Hannes Jón er að koma sterkur inn, sem og Bjarni Fritzson, sem fagnaði vel marki sínu á 59. mínútu (skv. textalýsingu mbl.is) ... væntanlega sínu fyrsta á stórmóti.  Gott þegar menn geta glaðst yfir litlum hlutum.

Hérna megin á landinu hefur blásið heldur hressilega, en náttúran skartar engu að síður sínu fegursta.  Því smellir Múrenan einni glæsilegri mynd, sem tekin var við Hamarsfjörð á fjórða tímanum í dag, inn á bloggið, svo þessir fjórir eða fimm sem lesa það geti notið fegurðarinnar.

Hamarsfjörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg mynd :)

Dagrún (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir það Dagrún!!

Páll Jakob Líndal, 21.1.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband