Að skrifa íslensku á enskt lyklaborð

Það lítur út fyrir að Múrenan sé fædd í gær ...

Múrenan er með enskt lyklaborð á skrifstofunni hjá sér, sem er kannski ekki undarlegt þar sem University of Sydney útvegaði lyklaborðið og gert er ráð fyrir að fólk riti ensku á lyklaborðið.  Múrenan hefur því um þónokkurt skeið bögglast við að skrifa íslensku á lyklaborðið, eins og það er nú skemmtilegt eða hitt þó heldur ...

Jæja, en í dag, benti samnemandi Múrenunnar, Chumporn Moorapun, henni á þá einföldu staðreynd að það er hægt að skrifa lýtalausa íslensku á enskt lyklaborð, einfaldlega með því að breyta nokkrum stillingum í tölvunni ... svo gerði hann það og viti menn ... lesendur ættu að sjá afraksturinn, ef þeir eru á annað borð læsir!!!

Múrenan spyr nú sjálfa sig "hvaða andskotans fífl hún sé eiginlega??" ...

Afleiðingin af þessari vitleysu allri saman er sú að núna getur Múrenan varla skrifað íslensku á íslenskt lyklaborð ... til dæmis í þessari færslu hefur hún þráfaldlega skrifað "d" í stað "ð" og "th" í stað "þ", að ógleymdum vandræðunum við að muna að setja kommu ofan við "ú" og "í", svo dæmi séu tekin ... 

Svona ganga nú hlutirnir fyrir sig í Sydney þennan daginn!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband