Þrautin hans Gero

Svona til að segja einhverjar fréttir utan sögunnar um leitina að Gordonfossum langar Múrenuna til að upplýsa alla nær og fjær að hún hefur hafið meistaranám sitt í umhverfissálfræði hérna í Sydney ... ekki dónalegt það ... fyrsti dagurinn var á mánudaginn ... merkja það í minnisbókina ... "Múrenan hefur meistaranám í umhverfissálfræði við háskólann í Sydney" - fínt!!

En þetta var ekki það sem Múrenan ætlaði að segja ... heldur miklu frekar það að hún fór á fyrirlestur í dag hjá snillingi nokkrum sem kallar sig John Gero, eða öllu heldur svo ekki sé farið rangt með staðreyndir ... foreldrar hans skírðu hann John Gero ... að minnsta kosti gerir Múrenan ráð fyrir því ... en ...

... herra Gero var að tala um fyrirbæri sem kallast "design thinking" og ræddi í því sambandi um mikilvægi þess að hugsa út fyrir "boxið" og kom með dæmi, sem er eftirfarandi ...

... í hvaða tilfellum getur X verið samtímis hærra en 10 og lægra en 5?

Getur þú lesandi góður ráðið þessa gátu með því að hugsa út fyrir "boxið"? 

Ef einhver lesandi biður um svarið við spurningunni með því að skrifa beiðni í Athugasemdir ... þá mun Múrenan birta svar Johns Gero á bloggsíðunni ... en biðji enginn lesandi um svarið, þá reiknar Múrenan með því að enginn hafi áhuga á að vita það og mun þá ekki birta það ...

Þannig að valdið í yðar höndum minn kæri / mín kæra ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skrifar X með 12 punkta letri, 10 með 8 punkta letri og 5 með 16 punkta letri. ejú.

frex (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 15:21

2 identicon

Ég vil vita...

þóra (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:10

3 identicon

Rífur X-ið í sundur og breytir því í ll sem getur verið hvorutveggja ellefu og rómverskir tveir. Heit eða köld?

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:44

4 identicon

X er 4 ára strákur sem er hærri en 10 cm.....uppfyllir bæði skilyrðinin er minna en 5 og meira en 10..... (hann heitir Xavier og er alltaf kallaður X í góðra vina hópi)....heit eða köld?

Benný (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband