Öryggi nær og fjær ...

Í tíufréttum RÚV í kvöld, var sagt frá því að „Björn Bjarnason [dómsmálaráðherra, hver annar??] hefur kynnt nýtt frumvarp til laga um almannavarnir og að stofnað verði varalið lögreglunnar enda telur hann öryggis- og varnarmál nú í ríkari mæli íslensk innanríkismál, fremur en utanríkismál.“

Í viðtali við Helga H. Jónsson segir Björn: „Við eru ekki lengur að tala um landvarnir í hefðbundnum skilningi kaldastríðsáranna, heldur erum við núna að fjalla um næröryggi borgaranna sjálfra og þá reynir á aðrar stofnanir heldur en áður.“ Breyttar forsendur í öryggis- og varnarmálum eru ráðherranum hugleiknar svo hann bætti við: „Við þurfum að huga að nærhættu borgaranna á annan veg heldur en áður. [...] Með því liði [þ.e. 240 manna varaliði], auk 700 lögreglumanna í landinu, þá gætum við kallað út 1000 manna lið til að takast hér á við hættur.“

 

Björn gerir ráð fyrir 240 milljónum í stofnkostnað og 220 milljónum á ári í rekstrarfé til handa varaliðinu sem mun geta verndað okkur borgara þessa góða lands fyrir „nærhættu“ og veitt okkur „næröryggi“.  Gaman væri að fá að fréttir af því hvað Björn er með í pípunum varðandi „fjærhættu“, því auðvitað verður hann að veita okkur öllum „fjæröryggi“ ... skárra væri það nú!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur einhver útskýrt fyrir mér í hverju nærhættan felst?

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband