Er bara hægt að fara?!?

Það er nú í sjálfu sér afar gott að Kaninn sé að láta af þessari vitleysu í Írak, en hinsvegar getur maður ekki annað en spurt sig að því hvort þeir telji sig hafa náð upphaflegum markmiðum, sem voru meðal annars að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum í landinu.

Daglega týnir fjöldi fólks lífi, fjölmargir slasast, brjálæðingar og bandíttar vaða uppi ... maður spyr sig ... til hvers í ósköpunum þetta??  Og svona til að lenda í þversögn við mig sjálfan ... getur Kaninn bara farið þegar þeir sjá að þeir ráða ekki við verkefnið??  Er hægt fyrir þá að segja bara við írösku þjóðina: "Þið reddið þessu bara, við ætlum ekki að fórna fleiri mannslífum og meiri peningum í þetta". Íraska þjóðin er skilin eftir milli vonar og ótta, ástandið er ekki betra en það var og sjálfsagt verra og þeir sem ætluðu að redda málunum, nenna ekki meiru, fara og skilja eftir sig sviðna jörð!!

Maður er sum sé bæði með og á móti þessari samþykkt fulltrúadeildarinnar ...


mbl.is Samþykkt að kalla Bandaríkjaher frá Írak 1. september 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að kaninn fari frá Írak er í raun álíka og þegar foreldrar  leyfa barni sínu að fara að heiman eftir 18 ára aldur.... bara eðlilegt skref og öllum holt. 

 Írak mun reka sig á ýmiss vandamál, stór og smá, en að lokum mun trúin koma landinu til "bjargar" og trúarleiðtogar ná völdum. Spurning hvort það sé nokkuð verra en það ástand sem er þarna í dag!

Á með eða móti! (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 19:43

2 identicon

Stríðinu í Írak er löngu lokið, allavega hinu formlega stríði sem kaninn hóf til þess að losna við Saddam Hussein. Núverandi átök Íraka eru sorgleg en hinsvegar er varla hægt að flokka slíkt sem stríðstap fyrir kanann. Búið að hengja Saddam og lýðræðið er ennþá virkt þrátt fyrir ofbeldið. Írakar eru nú þegar orðnir stærsta þjóðerni hermanna í landinu með kanann í öðru sæti. Takmarkið á ekki að vera að útrýma öllu ofbeldi í landinu, takmarkið á frekar að vera það að lýðræðið standi eftir brottförina meðal annars með því að Írakar geti sjálfir séð um öryggismál. Írakar verða að læra að komast af án aðstoðar ef landið á að eiga einhverja framtíð, stundum þarf bara að stökkva í djúpu laugina.

Ofbeldið er svo eitthvað sem vonandi fer minnkandi á næstu árum eða áratugum. Við verðum að taka mark á því að þessi þjóð hefur búið við mikla þjáningu og ofbeldi í marga áratugi (þó fjölmiðlar hafi ekki sýnt því áhuga fyrir afskipti bandamanna). Það er óraunhæft að ætlast til þess að allt verði fullkomið á aðeins nokkrum árum eftir stríðið. Japanar og Þjóðverjar búa við frið og hágæða lífsgæði í dag þó lítið hafi verið um bjartsýni stuttu eftir stríðslok.

Geiri (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband