Mengun!!

Eftir að hafa lesið gagnlegt viðtal, sem birtist á vef Framtíðarlandsins, við Sigurð Inga Friðleifsson framkvæmdarstjóra Orkuseturs ákvað ég að reikna út orkunotkun Skodans sem ég ek um á, eins og fínn maður.  Niðurstaðan var sú að á 1 ári eða eftir 12.000 km akstur, þá skilja bílferðir mínar eftir sig um 1,9 tonn af koltvísýringi, já takk 1,9 tonn.  Ég hef eytt rúmlega 800 lítrum af bensíni og að því gefnu að lítrinn kosti um 110 kr., greiði ég um 88.000 kr. fyrir það að komast á milli staða og skilja eftir mig öll þessi ósköp af CO2.

Svona er maður nú tvöfaldur í roðinu, malar signt og heilagt um náttúruvernd og blabla en þetta er niðurstaðan - 1.900 kg af koltvísýringi á ári, auk fjölmargra kílóa af einhverju öðru álíka heilsusamlegu. Gleymum heldur ekki svifrykinu ... þá er ótalin mengunin sem fylgdi flugferðum mínum til Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Austurríkis og Bretlands á síðustu misserum.  Það er nú varla að ég þori að hugsa um flugferðina til Sydney, sem hvílir yfir mér eins og mara ... ekki verður sú ferð í beinlínis í þágu náttúrunnar ...  O boj öll þessi mengun og bara á einu ári!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband