Mánudagur 1. október 2012 - Á fullum gangi

Síðustu vikur hafa nú verið heldur betur tileinkaðar skrifum á doktorsverkefninu mínu.  Þetta mjatlast áfram hægt og bítandi ... átti reyndar að vera komið í höfn í gær miðað við planið mitt en svo verður nú ekki. Það er ljóst úr þessu.

Þá er ekkert annað en að setja sér nýtt plan og það hefur nú þegar verið gert.

Því ber náttúrulega sérstaklega að fagna að í síðustu viku var fyrsta rannsóknargreinin mín samþykkt til birtingar í Journal of Environmental Psychology. Loksins, loksins ... 

Önnur greinin mín er komin aftur í hús frá tímaritinu Urban Forestry & Urban Greening og bíður þess að hægt verið að sinna þeim athugasemdum sem við hana hafa verið gerðar.

Þriðja greinin er í smíðum ásamt doktorsritgerðinni sjálfri ...

... það er því í nokkur horn að líta.

En nóg um þetta.

---

Hér á heimilinu er allt að gerast, GHPL er búin að taka stóran og góðan kipp ... svona skilningskipp, þannig að núna er hægt að tala við hana af töluverðu viti.

Hún er t.d. viljug til að fara í buxur á morgnana, ekkert mál að busta tennurnar og greiða hárið. Mikil framför þar.

Sonurinn er líka búinn að taka töluverðan kipp ... en berst um á hæl og hnakka til að losna við tannburstun, finnst afar gott að láta greiða sér og er að verða býsna matvandur.

Þannig að hér er allt eins og það á að vera.

---

Á komandi dögum og vikum verður tekin góð lota á þessu bloggi ... þannig að ... ;)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband