Viltu hráa hamborgara?

Með Blaðinu í gær var fylgiblað sem bar heitið "Heilsa", afar fróðlegt blað um hvernig auka megi eigin vöxt og viðgang, nú eða fólks sem maður umgengst.  Þar er t.d. fjallað um húðsmyrsl fyrir heilbrigðari húð og mikilvægi hreyfiþróunar ungra barna.  Mynd er af Jóhanni Pétri Hilmarssyni, Íslandsmeistara Ice Fitness sem notar fæðubótarefnin frá USN, en það ku vera alvöru fitubrennsla.  Þá er fjallað um regndropameðferð og örvæntingarfullar leiðir til að léttast með því að borða ekkert nema soðið kál í heila viku. 

Meðal efnis í blaðinu er einnig umfjöllun um hráfæði - nánar tiltekið er þetta viðtal við Maríu Óskarsdóttur sem heldur námskeið þar sem "farið er í saumanna á hráfæði og fólki kenndar aðaláherslurnar".  Það má svo sem segja að margt sé til í þessum pælingum.  María segir að hráfæði sé í rauninni bara grænmetisfæði sem ekki er búið að elda.  "Við erum að tala um hrátt grænmeti, ávexti, hnetur og fræ en allt annað er á bannlista."  Síðar í viðtalinu segir hún svo: "Hráfæði er rosalega neikvætt orð og fólk heldur almennt að við séum að tala um einhvern rosalega slæman hlut.  En þetta er alls ekki rétt og í raun mætti fremur kalla þetta "lifandi fæði".  Þetta er alls ekkert fangafæði og maður er ekki japlandi á gulrótum og vatni eingöngu" segir María og bætir við að pitsur og með hráu grænmeti, hráir hamborgarar og fleira því um líkt standi mögulega til boða.

Maður hlýtur að staldra ögn hér við - maður japlar sum sé á grænmeti, fræjum og ávöxtum og drekkur vatn með og til að sanna fyrir sér að þetta sé spennandi lífstíll borðar maður hráa hamborgara, sem færi betur á að kalla "lifandi fæði" frekar en hráfæði!!! 

Hér hefur eitthvað klikkað - í frásögn Maríu, í skilningi blaðamanns á því hvað María var að segja eða í hausnum á mér þegar ég var að reyna að skilja lesninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Líkt og gulræturnar drepast hamborgarar við steikingu.

Hlynur Þór Magnússon, 15.2.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Rétt athugasemd hjá Hlyni.  En má steikja hamborgarana, samkvæmt aðferðafræði hráfæðisins?

Páll Jakob Líndal, 16.2.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband