Miðvikudagur 6. júní 2012 - Þjóðhátíðardagur Svía

Eftir gott morgunkaffi var ákveðið að fara í bæinn.

Allir fóru í svona sæmileg föt enda leit veður út fyrir að vera hið besta, hálfskýjað og bara góður lofthiti.

Í strætónum benti ég GHPL á bensínstöð eina og sagði henni að þarna fengju bílarnir sér að drekka. "Já, já" sagði sú stutta eins og það væri henni fyrir löngu kunnugt. 
"Veistu hvað bílarnir drekka?" spurði ég þá.
"Tómatsósu!!" var svarið og þar með lauk umræðunni af minni hálfu, enda allt sagt sem segja þurfti.

Þegar niður í bæ var komið tók að rigna. Úrhelli.

 

Og ekkert annað að gera en að drífa sig inn í eitthvert mollið niðri í bæ. Að skoða í búðir voru sum sé "skemmtiatriði" dagsins í dag meðan húðrigndi.

Við skruppum svo á kaffihús.

Upp úr klukkan 5 var hægt að voga sér út aftur og tókum við stóran útúrdúr á heimleiðinni - út í Ekeby og Eriksberg enda var þá sólin farin að skína á nýja leik.

 

"Óþjóðhátíðarlegasti dagur sem ég hef upplifað" var einkunnin sem Lauga gaf. Jú, það er töluvert til í því. Mæta of seint í hátíðarhöldin og svo rignir eldi og brennisteini loksins þegar maður lætur sjá sig. 

Engu að síður var þessi dagur hinn besti ... þannig að ekki misskilja það :) . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband