Sunnudagur 13. maí 2012 - Fótbolti, tiltekt, matur og pallur

Gott veður í Uppsala í dag ... 20°C og smá gola ... held bara að sumarið sé á næsta leyti.

Í svona veðri er fínt að skreppa og spila svolítinn fótbolta. Og það gerði ég ásamt 10 liðsfélögum mínum í Vaksala Vets. Við skruppum til Vallentuna til að spila við Markim/Orkesta (eða eitthvað svoleiðis).

Eftir síðasta leik, ákváðum við Sverrir að reyna að hafa áhrif á leikskipulag liðsins og liðsuppstillingu. Og við höfðum að einhverju leyti erindi sem erfiði. Til að gera langa sögu stutta, þá var bara töluverður strúktúr á liðinu og liðið spilaði margfalt betur í dag en síðasta sunnudag. Og það sem meira var ... það var gaman að spila. Boltinn fékk að rúlla og allt í einu rifjaðist upp fyrir mér af hverju ég er yfirleitt að taka þátt í þessu boltasprikli.

Jú, þetta er svo helvíti gaman þegar það er strúktúr og eitthvað í gangi.

Við töpuðum samt í dag. En með sæmd. Með áframhaldandi vinnu væri kannski hægt að gera eitthvað úr þessu. 

---

Svo er ég búinn að vera í tiltektarstuði bæði í gær og dag. Í hreinskilni sagt ... þá veitti nú ekkert af því ;) .

Lauga var í öðrum pælngum, lærdómspælingum og í því að viðra afkomendurna ... en báðir afkomendurnar eru óðir í að vera úti. Sérstaklega sá styttri. Það er bara það alskemmtilegasta. Sem er gott mál.

---

Í kvöld var Sverrir svo í mat hjá okkur. Píta í matinn og kók með. Já, menn verða svangir af því að spila fótbolta.

Í gærkvöldi vorum við í mat hjá Gunna og Ingu Sif. Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf, þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar.

---

Og svona í lokin langar mig til að nefna "smiðinn" á neðri hæðinni hjá okkur. Aumingja maðurinn. Hann hefur verið að klambra saman sólpalli framan við húsið síðustu daga. Ég neita því ekki að oft hefur mig langað til að hoppa út og gefa honum nokkur "tips". Þvílík smíði. Ljóst er að hann hefur ekki oft haldið um hamar á ævinni. Ég vona að hann sé betri í að keyra leigubílinn sinn.

Svo til að bæta svona ljósgráu ofan á svart, þá var hann "ávíttur" af húsnæðisfélaginu sem á hverfið. Sko, kerfið hérna er þannig að fólk kaupir sér búseturétt í húsunum en á þau ekki líkt og á Íslandi og víðar, þess í stað er húsnæðisfélag sem á allan pakkann og sér um að hafa hlutina í lagi innan- sem utandyra. 
Framan við húsið var pallur, sem snillingurinn reif til að geta byggt nýjan og stærri pall. En til þess að gera slíkt þarf leyfi og það láðist honum alveg að verða sér út um. Mér skildist nú samt að hann slyppi með þetta.

Á morgun ætla ég svo að segja frá framkvæmdunum fyrir aftan hús. Þar æpir reynsluleysi "smiðsins" á mann :) . 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband