Laugardagur 5. maí 2012 - Liverpool tapar úrslitaleik

Í kvöld brá ég undir mig betri fætinum og hélt niður á Pitcher's en það er sportbar í miðbæ Uppsala. Tilefnið var að fara að horfa, í góðra vina hópi, á Liverpool taka Chelsea í bakaríið á Wembley og tryggja sér þar með bikarmeistaratitilinn 2012.

Mætti korteri of seint ... og þá var Liverpool komið undir ... 

Ég tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, einfaldlega vegna þess að það tekur alveg hrikalega mikinn tíma. Öllu jafna fylgist ég því aðeins með framgangi minna liða í boltanum með því að lesa stuttar fréttir og renna yfir úrslit og stöðu í deild, á hinum ýmsu vefmiðlum. 
Af þeirri ástæðu hef ég lítið séð til Liverpool á síðustu mánuðum. Óhætt er að segja að allt frá 15. mínútu til þeirrar 60. horfði ég á leikinn niðurlútur. Leikmenn þessa gamla stórveldis spiluðu eins og leikskólabörn. Það var enginn strúktúr á liðinu, dekkun varnarmanna alveg út úr korti og bara heilt yfir lélegur varnarleikur. Sóknarleikurinn þessar mínúturnar var slappur líka, alls enginn broddur honum ... 
Það er ekki nokkur vafi að í liðinu eru nokkrir mjög góðir leikmenn en inn á milli eru bara brandarar ... vinstri kantmaðurinn Jose Enrique ótrúlega lélegur og hægur, miðjumaðurinn Henderson ótrúlega lélegur, Spearing? ... Downing? ...  

En auðvitað verður að taka tillit til þess að þetta er bara einn leikur ... þannig að ekki er hægt að alhæfa of mikið út frá honum ... hinsvegar maður hefur nú svo sem ekki heyrt að þessir leikmenn séu taldir neinir töframenn þegar kemur að því að spila fótbolta. 

Chelsea komst í 2-0 og maður var farinn að sjá fyrir sér einhverja slátrun. En allt kom fyrir ekki ...

... því eftir 60 mínútna leik var eins og Liverpool-liðið gerði sér grein fyrir að verið væri að spila úrslitaleik í bikarkeppni og stórsókn hófst. Uppskeran var eitt mark og eitt næstum því mark en Chelsea bjargaði með ótrúlegum hætti á línu. Markheppinn og góður senter á borð við Ian Rush hefði nú samt klárað það dæmi á sínum tíma.

Niðurstaðan var því tap ... 

Það var samt gaman að upplifa að Liverpool-hjartað sem hefur legið í dvala um langt skeið vaknaði hresslega til lífsins í dag og það munaði kannski ekkert svo miklu að ég tæki nokkur alvöru köst á Pitcher's, líkt og forðum daga, þegar sjónvarpstækið og aðrir viðstaddir voru látnir heyra það þegar illa gekk hjá Liverpool. 

Fyrir 20 árum hefði tap í bikarúrslitum orðið tilefni einhvers sem best er að láta ógetið á þessum vettvangi ... núna var það gallsúrt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það má ekki ! og á ekki að ræða þennan leik, djöfulsins andskotans kellingaskapur hjá liverpool enn eitt tímabilið. Torres búinn að smita þá alla af vanhæfni! og byrjar allt hjá Rafael Benites ! -.-' gera gott lið að smjörbollum!

Stefán Jeppesen JR (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Sammála hverju orði :)

Páll Jakob Líndal, 13.5.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband