Verkalýðsdagurinn - 1. maí 2012 - Afmælismyndbandið

Jæja, þá er fyrsta afmælismyndband sonarins orðið að veruleika ... 

... sólarhring of seint strangt til tekið en það skrifast að hluta til á Valborgarhátíð Uppsalabúa sem haldin er þann 30. apríl á ári hverju. Restin skrifast á skipulags- og sinnuleysi mitt ...

 

 

Hér eru svo nokkur atriði sem sumir vita en aðrir ekki um stubbinn ...

1. Er stundum kallaður félagi Friðriks.

2. Á blómaskeiði strætóferðanna ferðaðist hann í strætó fjóra klukkutíma á dag. 

3. Líkar það mjög illa ef systir hans reynir að taka af honum dót.

4. Er ársgamall með 11 tennur. Fyrsta tönnin kom um fjögurra mánaða aldur.

5. Er á 1. árs afmælinu algjörlega móðursjúkur.

6. Hefur tvisvar farið til í siglingu um Eystrasaltið. Bæði siglt til Eistlands og Álandseyja.

7. Er eini alnafni föður síns í veröldinni.

8. Finnst óstjórnlega gaman í baði, allt frá því hann fór í fyrsta baðið í byrjun maí á síðasta ári.

9. Harðneitar á afmælisdaginn að láta vigta sig, hefst þó ... vigtin sýnir 9 kg.

10. Finnst vanillujógúrt mjög góð, sem og vínber.

11. Harðneitar yfirleitt að fara í vagninn - hefur gert það frá unga aldri.

12. Finnst afar gott að fá sér vatn að drekka alveg fyrst á morgnana.

13. Finnst alveg óskaplega gaman að leika sér úti á svölunum.

14. Er órólegur í svefni og vaknar frekar oft á hverri nóttu.

15. Gúffar léttilega í sig heilli pylsu með brauði ef svo ber undir.

16. Er afar brosmildur og léttur í lund, þó vissulega geti hann látið hvína ef svo ber undir.

17. Finnst afskaplega gaman að klifra.

18. Verður ógurlega spenntur í hvert skipti sem hann heyrir í Skype-hringingu.

19. Er geysilegur áhugamaður um eigin tannburstun.

20. Finnst gaman að hlusta á tónlist á YouTube og láta hossa sér á sama tíma.

21. Hefur aldrei drukkið úr pela og aldrei viljað snuð.

22. Hefur farið a.m.k. 5 sinnum til Stokkhólms.

23. Hefur farið einu sinni til Íslands.

24. Finnst gaman að "spila" á gítar. 

25. Tók ekki upp einn einasta jólapakka á fyrstu jólunum sínum. Systir hans sá alfarið um það.

26. Er ekkert sérstaklega matvandur.

27. Á það til að setja dót inn í ísskáp.

28. Finnst gaman að dansa. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt þótt við þekkjumst ekki neitt. Þú átt svo fallega fjölskyldu. Þú skrifar góða íslensku og ert greinilega mikill húmoristi. Kveðja, Inga

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 09:30

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir þessa góðu kveðju.

Bestu kveðjur,

P.

Páll Jakob Líndal, 3.5.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband