Sunnudagur 22. apríl 2012 - Skroppið til Álandseyja

Skutumst í stuttan túr til Eckerö á Álandseyjum í dag. Ferðin tók allan daginn þó við næðum ekki að stíga á land nema í 15 mínútur. Sennilega er þetta stysta dvöl á erlendum áfangastað sem ég hef upplifað en skipið stoppar í hámark 30 mínútur.

Við skutumst af skipinum, niður landganginn, út á bílaplan, fórum yfir brú, inn á einhvern "náttúrustíg" og hlupum niður að staðnum sem sést á myndinni, tókum nokkrar myndir og svo aftur sömu leið. Hefðum ekki mátt vera mikið lengur.

Í þessari annarri sjóferð sinni fór stubbur algjörlega á kostum og hreif með sér töluverðan mannskap með sannarlega glaðlegu yfirbragði. Hann gekk um skríkjandi af gleði, ýtti öllum frá sem á vegi hans urðu og óð um allt skipið.

Guddan var lítill eftirbátur bróður síns, hljóp um og hafði gaman. Það sem merkilegast var hjá GHPL í dag var að hún borðaði sennilega stærsta matarskammt ævi sinnar þegar hún borðaði hvorki meira né minna en 10 kjötbollur með sósu og svolítið af kartöflumús. Því næst fékk hún sér marsipan-stykki og gerði því góð skil. 

---

Uppgötvun dagsins: Það er töluvert erfitt að pissa í rútu sem er á fleygiferð. Mun auðveldara bæði í lestum og flugvélum ... jómfrúarferðin á rútuklósett var tekin í dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband