Föstudagur 6. apríl 2012 - Föstudagurinn langi

"Ég elska að horfa á video" sagði GHPL mjög einlæglega við mig í kvöld. Slíkt kom mér ekki á óvart ... ég held að ekkert í heimi GHPL geti komið í stað þess að horfa á video. Alveg merkilegt!

Reyndar tók aðeins að syrta í álinn þegar Nabbi refur, ein söguhetjan í Dóru landkönnuði, birtist en Guddan hefur tekið upp á því að vera alveg logandi hrædd við hann. Sem er líka mjög merkilegt því Nabbi refur er einhver saklausasti refur í heiminum. Hann er svolítið stríðinn ... það er allt og sumt ... en hvað gerist í kolli þessarar litlu dömu er ekki gott að geta sér til um. 

Í dag skruppum við niður í bæ, sýndum okkur og sáum aðra. Mjög góð ferð ... nokkuð kalt þó ... og já, veðurguðirnir tóku upp á því að láta snjóa í nótt og allt var hvítt í morgun ... 

Við fengum okkur gott að borða í Forno Romano, Guddan lék við hvern sinn fingur og PJPL gerði það líka. Hann var ógurlega hress og meðan etið var vildi hann endilega rölta út af veitingastaðnum og inní matvöruverslun sem var beint á móti. Það var víst það mest spennandi í veröldinni þann daginn.


Systkinin að leik ... Syd valdi sjálf "dressið" sem hún er í ...

 

Meðan Steinunn frænka Laugu sem dvelur hjá okkur þessi misserin skrapp í eina búð ... ákvað GHPL að pósa í skóverslunni Bianco.

 

 

Þetta með að hún sé að pósa er sagt í fullri alvöru því svona stillti hún sér upp og óskaði eftir að tekin væri mynd. Steinunn sagði í dag að hún hefði aldrei kynnst nokkru barni sem pósaði jafn mikið og GHPL ... hvaðan þau ósköp eru komin skal ég alls ekkert segja um ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband