Þriðjudagur 24. janúar 2012 - Tvær tilvitnanir

"Ég hef oft sagt að karakterar fólks kristallist á fótboltavellinum" - Guðjón Þórðarson

Ég hef pælt svolítið í þessum orðum Guðjóns. Ef ég tala fyrir minn munn þá held ég að karakter minn komi ágætlega í ljós inn á fótboltavellinum, bæði veikleikar og styrkleikar.

Blanda af kappsemi, baráttu, stundum óstýrilátu skapi og heiðarleika :) ... er mitt mat á eigin karakter sé þessi aðferð notuð.

Þannig að vilji fólk kynnast sjálfu sér þá mæli ég með því að skreppa í fótbolta.  

---

"Þetta er ljótt úr. Ég verð að viðurkenna það. Ég geri ekki ráð fyriri að nota það sjálfur. Ætli ég gefi ekki einhverjum það. Þetta er tækifærisgjöf" - Rúnar Kárason, nýliði í handboltalandsliði Íslands þegar hann var valin maður leiksins í leik gegn Spánverjum á EM 2012. 

Ég gat ekki annað en glott út í annað. Frábært að fá þessa gjöf frá Rúnari. Alltaf gaman að fá ljótt úr að gjöf.

En annars verð ég að segja að mér fannst hann standa sig mjög vel í þessum leik og það var ekki sjá að þarna færi nýliði í landsliði í öðrum leik sínum á stórmóti. 

Var að hugsa meðan á leiknum stóð hvað eins dauði er annars brauð ætti vel við ... þarna var þessi maður mættur í hægri styttustöðuna ... stöðuna sem besti handboltamaður Íslands hefur haldið nokkuð fast um í meira en áratug. Sá er nú meiddur og fyrsti "varamaður" hans er svo líka meiddur, og þá allt í einu er kastljósinu beint að þessum náunga, sem þoldi það vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband