Þriðjudagur 29. nóvember 2011 - Að láta moka sér út

Ég var sennilega heldur fljótur á mér í gær þegar ég fullyrti um að veturinn væri kominn ... snjófölina tók nefnilega upp í dag.  Nokkuð sannfærandi meira að segja.

Annars hefur þessi dagur verið svolítið sérstakur. Aldrei fyrr hef ég búið á stað þar sem húsgögnin eru hreinsuð út ... bara rétt sisona.
Það gerðist í dag.
Við flytjum á fimmtudaginn og í dag kom eigandi íbúðarinnar sem við höfum leigt af síðastliðin 2,5 ár og tók mestan hluta af dótinu sínu. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að ætla bara að taka skápa, varð niðurstaðan sú að eldhúsborð, eldhússtólar, stofusófi, stofustóll og sófaborð var fjarlægt en skáparnir standa enn ásamt fullt af dóti sem á bara að ná í á laugardaginn þegar við erum flutt.

Samt var alls ekki sjéns að bíða bara með þessa flutninga fram á laugardag. 

Ekki nóg með það, heldur þurfti Lauga að vera heima í allan dag til að hafa auga með því sem hér fór fram. Einfaldlega til þess að dótið okkar yrði nú ekki fjarlægt í öllum hamaganginum enda var því rutt fram og aftur eftir því sem ástæða þótti til. Þrátt fyrir það tókst að hafa af okkur þrjú reiðhjóladekk en þeim á bara skila þegar það hentar þeim sem tóku þau.

Það verð ég að segja að þetta eru nú eitthvert "egósentrískasta" framferði sem ég hef orðið vitni af. 

---

Í kvöld skrapp ég svo á hljómsveitaræfingu. Hún var frábærlega góð og hressandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband