Mánudagur 21. nóvember 2011 - Allir undir borðum

Var á frábærri hljómsveitaræfingu í kvöld. Hrikalega gaman ... af hverju er maður ekki bara tónlistarmaður í stað þess að vera í þessu sálfræðidæmi ... ?!?

Gæti alveg vanist því að vera bara að vesenast í einhverju músikdæmi.

Jæja ...

---

Ég ræddi um að GHPL væri að taka stökk þessa dagana. PJPL er líka að taka stökk þessa dagana og dagurinn í dag er dagurinn sem hann fór að hreyfa sig eitthvað af viti um stofugólfið. Af viti segi ég? Það var nú reyndar ekkert af viti sem hann hreyfði sig því hann reyndi sér undir allt sam hann gat komið sér undir.

Hann tók sumsé systur sína til fyrirmyndar með því að vera að hnoðast undir borðum (sjá í þessu samhengi færslu gærdagsins). 

 

Í kvöldmatnum sagðist Guðrún ekki ætla að borða neitt, greip þess í stað smjördolluna og fór með hana inn í stofu þar sem hún settist til að fara að horfa á sjónvarpið. Svo var smjörhnífnum dýpt á kaf í smjörið og vænn smjörhlunkur fór þvínæst upp í þá stuttu.

Svo var bakað í kaffitímanum ... já og öllum bestu vinunum raðað upp á borðbrúnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband