Föstudagur 23. september 2011 - Tónlistarstund

Húsnæðisleitin gengur nú ekkert sérstaklega vel ... talsvert búið að gera til að reyna að næla í íbúð en lítill árangur hefur náðst ... tja ... enginn árangur hefur náðst er nú sjálfsagt réttara.

Það virðist sem það sé bara engin íbúð á lausu í bænum ... við munum bara flytja til Sverris, Jónda og Dönu með þessu áframhaldi.  Ég tilkynnti Sverri það í dag ... hann tók fréttunum af stóískri ró.  Það er bara ein regla sem hann setur sem skilyrði fyrir að við búum hjá þeim ... að við skiljum ekki eftir logandi ljós ef það er engum til gagns.

Íslendingar eru nefnilega ansi gjarnir á að skilja ljós eftir logandi ... það hefur maður orðið mjög var við eftir að maður flutti til útlanda. Svo eru Íslendingar líka mjög ósparir á vatnið ...

En nóg um þetta ...

--- 

Það er mjög gaman að því hversu mikið GHPL er farin að vera meðvituð um sig og sitt umhverfi. 

Þessa dagana má ekki nefna nafn hennar öðruvísi en hún taki það fram að "þetta sé Gí" eða "þetta sé Guðrún" og bendi á sjálfa sig. 

---

Palli Pípus er þessa dagana að taka tennur og ber því nafn með rentu ... pípir heil ósköp ... en er þess á milli bara hress og glaður.

---

Annars skrapp ég á hljómsveitaræfingu í Stokkhólmi í gærkvöld ... ágætis æfing ... þar sem unnið var með sama efni og á síðustu æfingu, þ.e. Guns and Roses, ACDC og Rolling Stones.

Ítreka það sem ég sagði í síðustu viku ... þessi ACDC lög eru alveg hrikalega erfið í flutningi vegna þess hversu hátt laglínan liggur ...

Tónlistaráhuginn er að breiðast sannfærandi út meðal heimilismanna hér ... 

... einn daginn á þetta eftir að verða eitthvað ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband